Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 37
Ákærði tók aftur rarigan framburð sinn af sjálfsdáðum, XLIV :690. 4. Sakaferill: Ákærði hafði ekki gerst sekur áður um brot, er máli skipti, t. d. hrd. XLII :33, XXXV :1, XLVIII:436, LII:775, 780, 1/12 1983. 5. Líkamsárásir, ákærðu voru dyraverðir eða við eftirlit ella Oft sagt, að sá, sem misgert er við, hafi ruðst inn í hús, verið að- gangsharður við dyravörð, hagað sér á vítaverðan hátt í eða við samkomuhús o. fl. sbr. t. d. hrd. XLVI:222, LII:287. Ákærði var stýrimaður á skipi, er lá við bryggju, árásarþola hafði áður verið vísað úr skipinu, hrd. XXXVII :405. Árásarþoli á upptök að átökum með áreitni, sbr. t. d. hrd. XLVII:4 (vísað til 74. gr. 4. tl., og 75. gr. hgl.), afbrýðisemi vegna kyn- maka árásarþola við eiginkonu ákærða, hrd. XLII:33. 6. Greiðsla bótakrafna vegna tjóns, er valdið er: t. d. hrd. LIII:1206, XLI:1079, XXXVI :385, 389, 1/12 1983. 7. Veiði stunduð lengi með tiltekinni veiðiaðferð án þess að lögregla hæfist handa: hrd. LIL775, 780. 8. Brot rakin til morfínhneigðar: Ungur aldur og sérstæð málsatvik, refs. skb. hrd. XLIV:310. 9. Andlags brots (verðmæti): Ákærði gerði sér ekki grein fyrir verðmæti munar (246. gr. hgl.) hrd. XXXV :1. 10. Náin tengsl milli ákærða og manns, sem er upphafsmaður að broti: hrd. L:287. Ljóst er, að ekki er það fullnægjandi, ef huga á að dómafram- kvæmd á þessu sviði hér á landi að einskorða sig við skilorðsdómana, heldur ber einnig að hafa hina í huga, þar sem dæmt er óskilorðs- bundið, þ. e. þegar hafnað er þeim kosti að kveða upp skilorðsdóm. Af dómaefniviðnum má ráða, svo sem fyrr segir, að sektir eru sjald- an skilorðsbundnar. Einnig er sýnilegt, að vegna brots eins og fjár- dráttar opinbers starfsmanns er yfirleitt ekki dæmt skilorðsbundið (sbr. hrd. XLVIIL631, L:597) og fyrir meiriháttar líkamsmeiðingar ekki heldur (sbr. t. d. hrd. L:453) og því síður manndráp. Þessu gegn- ir einnig um brennu, sbr. þó hrd. LIIL1206 (samþættur dómur) og hins vegar hrd. LIIL969. Einnig hefir þetta viðhorf verið mjög ríkt um brot á 215. og 219. gr. hgl., sbr. þó hrd. XXXVIII:496 (slökkviliðs- maður ók bifreið). Telja má það dómvenjubundið að manni sé dæmd skilorðsrefsing fyrir vanskil atvinnurekenda á opinberum gjöldum starfsmanna, sem tekin eru af þeim við launagreiðslur (a. m. k. ef 155

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.