Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 41
1978, 3. gr. (lyfjafræðingar), lög 42/1978, 3. gr. (iðnaðarlög), 40/1976, 2. gr. (sálfræðingar), lög 67/1976, 2. gr. (löggiltir endurskoðendur). Stundum eru þó ekki ákvæði um þetta efni í sérlögum, sbr. lög 27/ 1981 (viðskiptafræðingar og hagfræðingar), 46/1982 (iðnfræðingar), og er þá látið sitja við almennu ákvæðin í 68. gr. hgl. Ætlunin var með breytingunum 1961 að marka þá stefnu að skapa dómstólum sem mest svigrúm til að meta, hvenær menn yrðu sviptir réttindum og að hverfa frá skyldubundinni réttindasviptingu. Þessu marki hefir þó ekki enn verið náð og nægir að minna í því efni á ákvæði 81. gr. um- ferðalaga um ítrekað brot, sem nauðsynlega þarf að breyta að mínu mati, og sama er um ákvæði áfengislaga, einkum 24. gr. Um dóma varðandi sviptingu einstakra réttinda skv. 68. gr. hgl., sbr. lög 31/1961, vísast til ívitnana í lagasöfnum við þá grein. Sbr. og hrd. LII:310 (svipting málflutningsréttinda í 3 ár, frá birtingu hrd. að telja). Athuga og hrd. XLVII (1976) :29 (dómfellda bannað að halda dýr, 68. gr. átti þó ekki við). I 68. gr. a, sbr. lög 31/1961 7. gr. voru lögmælt mikilvæg ákvæði um það, þegar manni er synjað um opinbert starf fyrir þá sök, að hann hafi framið refsiverðan verknað, og má hann þá bera synjun- ina undir dómstóla. I annan stað er manni, sem sviptur hefir verið réttindum ótímabundið með dómi í opinberu máli heimilað, þegar 5 ár eru liðin frá uppsögu dóms, að bera undir dómstóla hvort fella skuli niður réttindasviptingu. Sérákvæði í lögum um brottfall réttinda- sviptingar skyldu þó haldast, sbr. t. d. umferðarlög, 81. gr., lög 34/1964 184. gr., 66/1963, 239. gr., 67/1963, 75. gr., 52/1970, 53. gr„ sbr. lög 57/1972, 1. gr„ sbr. hins vegar lög 81/1976, 20. gr„ er ekki geyma þesskonar ákvæði. Með ákvæðum 68. gr. a er mjög stuðlað að réttar- öryggi einstaklinga, og ríkti nokkur óvissa um það áður fyrr, hvort og sérstaklega hversu unnt væri að bera mál þessi undir dómstóla. I báð- um tilvikum er unnt að kæra úrlausnir héraðsdóms til Hæstaréttar skv. reglum um meðferð opinberra mála, sbr. um þetta efni hrd. XLIII (1972) :74 og LI (1980) :1647. í síðari dóminum er úr því skorið, að ríkissaksóknari geti skv. 2. mgr. 68. gr. kært úrskurð til Hæstaréttar. Um lagaákvæði varðandi sviptingu einstakra réttinda vísast til Þátta úr refsirétti II (útg. 1983), bls. 114 ásamt viðaukum. Um réttinda- sviptingu skv. lögum 31/1961 vísast til rækilegrar greinargerðar með frv„ (hún er hluti af ritgerð um réttindasviptingu, er ég tók saman 1960, og hefir ekki birst að öðru leyti). 159

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.