Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 47
Breytingin skv. lögum 20/1981 er fyrst og fremst fólgin í því, að flokkar líkamsmeiðinga af ásetningi verða nú þrír, 217. gr., 218. gr. 1. og 2. mgr., en 219. gr. er eftir sem áður einskorðuð hlutrænt við efnisinntak 218. gr. í heild sinni (1. og 2. mgr.). Meginbreytingin er sú, að efnissvið 218. gr. er klofið í tvo flokka, með mismunandi refsi- mörkum. Skilin milli 217. gr. og 218. gr. verða í höfuðdráttum með sama hætti og nú er, sbr. þó hér síðar, og hafa dómveniur, sem skap- ast hafa í því efni, grundvallargildi, sbr. ísl. dómaskrár III, bls. 335— 367 og Þætti úr refsirétti I, bls. 18—22 og yfirlit hér á eftir. VIII. 1. 217. gr. hgl., sbr. 10. gr. laga 20/1981. I 217. gr. er tvennu breytt með hinum nýju lögum. Annars vegar liggur fangelsi því aðeins við broti, að háttsemi sé sérstaklega víta- verð og er að því leyti dregið úr viðurlögum. Hinsvegar er nú lög- mælt afdráttarlaust opinber saksókn út af þessu broti, og er afnumin eldri regla, sem fól í sér, að einstaklingur, sem misgert var við, gæti sjálfur sótt sök. Því er þó bætt við í 217. gr., svo sem henni hefir nú verið breytt, að mál skuli eigi höfða, nema almenningshagsmunir krefjist þess. Ákvæði, er ætla einstaklingi, sem misgert er við, af- skiptarétt af því, hvort opinbert mál verði höfðað, eru tiltölulega fágæt nú orðið, sbr. þó t. d. að því er alm. hgl. varðar 250. gr. i.f., 256. gr. 2. og 3. mgr., 242. gr. 2. tl. og 191. gr 3. mgr. sbr. og lög 67/1963, 89. gr., vatnalög 15/1923, 154. gr. Um einkarefsimál vísast til 242. gr. 3. tl. alm. hgl. og m. a. 59. gr. 1 mgr. höfundalaga 73/1972 og laga um vörumerki 47/1968, 37. gr., og til laga 12/1923, 22. gr. (einkaleyfi). Ef einstaklingur hefur uppi refsikröfu um sök, er sætir opinberri ákæru, ber að vísa máli frá dómi, sbr. t. d. tilvikið í hrd. LXVI (1975) :753 (759), þar sem máli var þó ekki frávísað ber- um orðum (sjá og um saksókn vegna 217. gr. hrd. XVIII:560—561). Má færa ýmis rök að því, að afskipti einstaklinga af málssókn til að koma fram refsiviðurlögum séu vafasöm. Með þeim fyrirvara í grein- inni, að mál skuli ekki höfða nema almenningshagsmunir krefjist þess, sbr. viðmiðun 24. gr. opl., er til þess höfðað, að sumar atlögur geta verið svo lítilsháttar og atvik að þeim etv. sérstæð, sbr. t. d. áflog, ertingar, leikir, íþróttakeppni o. fl., að ekki sé ástæða til ákæru, og að máli verði eftir atvikum ráðið til lykta með dómsátt. Verður þetta mat í höndum ríkissaksóknara. Mjög er fátítt, að einstaklingur sæki mál vegna brota á 217. gr., sbr. þó t. d. hrd. XXXVII :440 og frá eldri tíð IV :238 um sambærileg ákvæði. 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.