Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 48

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 48
VIII. 2. 218. gr. hgl., sbr. 11. gr. laga 20/1981. Refsimörk skv. 1. mgr. 218. gr., sbr. lög 20/1981, 11. gr. eru varð- hald eða fangelsi allt að 3 árum, en sektir, ef sérstakar málsbætur eru. Refsimörk skv. 2. mgr. eru fangelsi allt að 16 árum. I 218. gr. hgl. var ekki áður getið um sektir, og þar var þyngsta refsing ævi- langt fangelsi. Þau viðurlög eru afnumin. Eru hér því nokkrar breyt- ingar á gerðar. Svo sem 218. gr. var orðuð fyrir gildistöku laga 20/ 1981 rúmaðist innan hennar margvísleg og sundurleit háttsemi, bæði líkamsárásir, sem ekki varð neitt varanlegt tjón af, og svo stórfelldar líkamsmeiðingar, og m. a. líkamsárásir, er bani hlaust af, þar sem refsað hefir verið að undanförnu skv. 218. og 215. gr. hgl., sbr. síðast hrd. LI (1980) :89, (128) og 883, sbr. og ísl. dómaskrár III. bls. 330-— 331 og Þætti úr refsirétti, I, bls. 30—31. Orkaði vissulega tvímælis frá refsiréttarsjónarmiði að hafa ákvæðið svo víðtækt með samfelldum refsiviðurlögum. Hér kom það einnig til, að skv. 1. tl. 130. gr. opl. skal fara fram munnleg sókn og vörn í málum, þar sem refsing fyrir brot getur varðað 8 ára fangelsi eða þyngri viðurlögum. Átti þetta m. a. við um 218. gr., ef saksótt var skv. henni. Laganauðsyn var, að þessi réttarfarsháttur yrði á hafður um slík mál, jafnvel þótt líkamsárás væri út af fyrir sig ekki mikilsháttar. Olli þetta ákæruvaldi verkauka og leiddi af sér kostnað um skör fram fyrir dómfellda og hið opin- bera. Við þessu er nú séð, því að ekki er lagaþörf á sókn og vörn máls í héraði, ef saksótt er skv. 218. gr. 1. mgr. einni. Hér má benda á annað. Með lögum 20/1981 er fyrningarreglum skipað að nýju, og er lengd fyrningarfrests að höfuðstefnu til miðuð við hin almennu refsi- viðurlög, er við broti liggja, en eigi þá refsingu sem ætla má að dómfelldi hefði bakað sér með háttsemi sinni (in concreto). Hefði fyrningar- frestur vegna brots á 218. gr. óbreyttri orðið óhæfilega langur, þeg- ar um hin minni brot er að tefla, sem varða við þessa grein. Nú myndu þau varða við 1. mgr. 218. gr. og fyrningarfrestur verða 5 ár, sbr. 2. tl. 1. mgr. 81. gr., sbr. lög 20/1981, 5. gr. VIII. 3. Skil 1. og 2. mgr. 218. gr. hgl. Brot skv. 1. mgr. 218. gr. eru einskonar „miðflokkur“ líkamsárása andspænis 217. gr. og 2. mgr. 218. gr. Skilin milli 1. og 2. mgr. 218. gr. eru mörkuð svo, að líkamsárás fellur undir 2. mgr., ef af henni hlýst „stórfellt líkams- eða heilsut jón ... eða brot er sérstaklega hættu- legt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, sem sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu“ (auðkenning hér). Verður því fyrst og fremst að líta á afleiðingar líkamsárás- 166
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.