Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 51
sitthvað hæft í þeirri gagnrýni. Itrekunarreglur gegna því hlutverki að beina sérstakri athygli dómara að brotaferli manns á þessu sviði og heimila hækkun refsimarka. 1 218. gr. a 1. mgr. reynir á tvennt, eins og títt er um ítrekun almennt, þ. e. bæði 1. forsendur fyrir því, að ítrekunarreglum verði beitt og svo 2. um ítrekunaráhrifin sjálf. Skv. 1. mgr. 218. gr. a er það ítrekunarforsenda, að sakborningur, sem dæmdur er sekur um brot á 217. eða 218. gr., hafi áður sætt refsingu fyrir brot á þeim ákvæðum eða honum hafi verið refsað fyrir brot, „sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi“. Hér er mælt fyrir um ítrekunartengsl milli 217. og 218. gr. (samkynja, „homolog" ítrekun), en þau eru ekki einskorðuð við þessi ákvæði. Um önnur brot, sem tengd eru vísvitandi ofbeldi má vísa til 106., 107., 118., 165. gr. 2. mgr., 194., 211., 226., 252. gr. svo og 86., 89. og 100. gr. Ósýnt er í hverjum mæli ítrekunarreglum verði í dómum beitt við önnur brot en þau, er lúta XXIII. kafla. Forsendan er sú, að beita eigi refsingu skv. 217. eða 218. gr. Ef maður er nú sekur skv. t. d. 106. gr. hgl., en hefir áður sætt refsingu skv. t. d. 218. gr., á ákvæðið ekki við skv. orðan sinni. Ákvæði 218. gr. a tekur út af fyrir sig til þess, er maður hefir verið dæmdur sekur skv. eldri hgl., sbr. 3. gr. þeirra. Forsenda fyrir því, að á ítrekunaráhrif reyni, er sú, að sakborn- ingur hafi áður sætt refsingu skv. greindum refsiákvæðum. Ef hann hefir verið sýknaður af ákæru um brot á þeim, hverju sem það gegn- ir, verður ekki grundvöllur fyrir ítrekunaráhrifum, þ. á m. þegar sakborningur hefir eigi verið talinn sakhæfur, sbr. 15. gr., eða ef verk réttlætist hlutrænt af neyðarvörn, neyðarrétti, gildu samþykki svo og þegar sök er fyrnd. Þótt refsing hafi verið látin falla niður, sbr. t. d. 74. og 75. gr. hgl., er viðkomandi allt að einu dæmdur sekur um brot. Þótt refsing hafi eigi verið dæmd skv. 16. gr. hgh, getur allt um það reynt á ítrekunaráhrif. Athugandi er þó, að í 218. gr. a er áskilið, að maður hafi sætt refsingu fyrir brot þessi, en ég tel, að beita eigi ákvæðinu í samræmi við almennar ítrekunarreglur, sbr. 71. gr„ enda er þess getið í greinargerð með frv. (um þetta álitaefni skv. 71. gr. vísast til skýringarrits Krabbe, 4. útg., bls. 282, Hui*witz- Waaben, alm. hluti refsiréttar, 4. útg., bls. 559, skýringarrit Vagn Greve o. fh, bls. 309). Erlendir dómar geta komið til greina, sbr. 2. mgr. 71. gr.. Ef ítrek- unarforsendum skv. framansögðu er fullnægt, má „hækka refsingu allt að helmingi“. Sjá um svipað orðalag 72. gr„ 208. gr. og 225. gr. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.