Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 53
VIII. 4. C. Áflog, átök, ertingar. I 3. mgr. er svo fyrir mælt, að refsingu megi lækka eða jafn vel láta hana niður falla, þegar atferli varðar við 217. gr., ef 1) líkams- árás er unnin í áflogum eða átökum milli þess, sem henni veldur og þess, sem misgert er við, og 2) ef sá, sem verður fyrir tjóni, á upp- tök að árás með ertingu eða líku. I báðum tilvikum á þetta þó því aðeins við, að brot varði við 217. gr. Áður hefir verið beitt 74. gr. (einkum 4. tl. 1. mgr.) eða 75. gr., sérstaklega þegar sá, sem brot bitnar á, hefir átt upptök eða reitt hinn til reiði. Sbr. t. d. hrd. XXVII: 153, XXXVIII :537 (dyravarsla, refs. látin falla niður), sbr. og sér- atkvæði í hrd. XXXVI :873, XLVII:4 (árásarþoli veittist að fyrra bragði að þeim, sem brot framdi, með meiðyrðum, vísað til 75., sbr. 4. tl. 74. gr.) Stundum er lýst tilteknum refsivægjandi atriðum án þess að vitnað sé til ákvæða þessara, sbr. t. d. hrd. XLVI:222 (dyra- vörður; þess getið, að árásarþoli hafi verið aðgangsharður, er hann leitaði inrigöngu). Sbr. og um dyravörslu t. d. hrd. LII:287. Hér má benda á dóma út af ryskingum, þar sem hvorugur, árásarþoli eða árás- armaður, er vítalaus, sbr. t. d. hrd. XVIII :106, XXXVII :494, um ert- ingar má vísa til hrd. XXVI :376. Talað er um það í 218. gr. a, að sá, sem tjóni sætir, eigi upptök að átökum með árás, ertingu „eða líku“, og geta mörg tilvik komið und- ir það orðalag, þ. á m. ögranir. Þá má geta líkamsárása, sem eiga rót að rekja til afbrýðisemi, einkum þar sem svo hagar til, að árásar- maður stendur þann, sem verður fyrir árás, að kynmökum við maka sinn eða fyrrv. maka, sbr. hrd. XIX:379, sbr. Isl. dómaskrár 111:345— 6, vísað til 75. gr. hgl., og XLII:33 (áreitni og ögranir, vísað til 75. gr., en til 4. tl. 74. gr. í sératkvæði). I einum dómi Hæstaréttar LIII: 363 (366) (sératkv.) er vísað til 218. gr. a, sbr. 12. gr. laga 20/1981. Upptök árásar voru talin þau, að árásarþoli hafði hent logandi vind- lingsstúf inn í bifreið ákærða. Vegna þessa aðdraganda var talið rétt að beita 218. gr. a og var vísað til 2. gr. hgl. (brot var framið 1977), refsing dæmd skilorðsbundin. Hinu sérgreinda ákvæði 218. gr. a 3. mgr. ber nú að beita framar almenna ákvæðinu í 4. tl. 74. og 75. gr. hgl., en 3. mgr. er þó ekki tæmandi og getur verið, að t. d. svið 75. gr. sé rýmra en þess ákvæðis og að því leyti getur verið rétt að beita 74. gr. 4. tl. og 75. gr. Önn- ur ákvæði 74. gr. eiga óheft við, sbr. t. d. 1. tl. 1. mgr. 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.