Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 63
í öðrum kafla laganna er fjallað um efnahagslögsögu. I 3. gr. segir, að efnahagslögsaga Islands sé það svæði utan landhelgi, sem afmarkist af línu, sem alls staðar er 200 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar, þó með þeim breytingum sem leiða kunni af gildandi samningum við önnur ríki og svokallaðri miðlínureglu milli landa, sem greind er í 7. gr. Samkvæmt 4. gr. hefur Island innan efnahagslögsögunnar fullveldis- rétt að því er varðar rannsóknir, hagnýtingu, verndun og stj órnun auð- linda, bæði lífrænna og ólífrænna á hafsbotninum og í hafinu. Þá hef- ur Island lögsögu að því er varðar byggingu mannvirkja þar og not af þeim og vísindalegar rannsóknir. Enn segir í grein þessari, að fram- kvæmd réttinda og skyldna innan efnahagslögsögunnar skuli vera sam- kvæmt sérstökum lögum og í samræmi við milliríkjasamninga, sem ís- land er aðili að. Landgrunn Islands er skilgreint í III. kafla laganna. Þar segir að landgrunn Islands nái til hafsbotnsins og neðansjávarsvæða utan land- helgi, sem eru framlenging landsvæðisins allt að ytri mörkum land- grunnsins, þó að 200 sjómílna fjarlægð frá grunnlínu landhelginnar, þar sem ytri mörk landgrunnssvæðisins ná ekki þeirri fjarlægð. Allt er þetta þó með fyrirvara um samninga við önnur ríki, svo og mið- línuregluna, sem áður er nefnd. Samkvæmt 6. gr. nær fullveldisréttur Islands yfir landgrunninu til rannsókna og hagnýtingar á ólífrænum auðlindum sem þar eru svo og lífverum sem á nýtingarstigi eru annað hvort hreyfingarlausar á hafs- botni eða í honum eða geta ekki hreyft sig án snertingar við hafs- botninn. Þá segir, að stjórnvöld setji reglur um rannsóknir og hagnýt- ingu auðlinda landgrunnsins. 2. Á árunum 1978 til 1980 urðu all miklar umræður milli Islands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Islands og Jan Mayen og nýt- ingu þess. Samkomulag náðist um að leggja málið fyrir sérstaka sátta- nefnd. Sáttanefndin skilaði skýrslu sinni í maí 1981. Á grundvelli henn- ar var gert samkomulag um deilumál þessi hinn 22. október 1981. Gekk samkomulagið í gildi hinn 2. júní 1982 og hefur verið birt sem nr. 3/ 1982 í C-deild Stjórnartíðinda. í fyrstu grein samkomulags þessa er tekið fram, að mörk land- grunns landanna skuli vera sömu og mörk efnahagslögsögu þeirra, þ. e. a. s. miðuð við 200 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar. Þá er í 2. gr. ákveðið svæði skilgreint, þar sem sameiginleg rann- sókn og nýting fari fram. Svæði þetta er um það bil 45.470 km2 að flatarmáli og skiptir 200 mílna línan því þannig, að um 12.720 km2 eru 181
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.