Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 66
grunni sínu og eitt heimild til að veita leyfi til að reisa þau. Það hefur einnig lögsögu yfir slíkum mannvirkjum, bæði að því er varðar venju- leg opinber mál og öryggismál. Það gildir einu hvort strandríkið sjálft reisir mannvirkið eða heimilar öðrum að gera það. Sérstaklega er fjallað um borun á landgrunninu í 81. gr. Þar segir að strandríki eitt hafi einkarétt til þess að leyfa og setja fyrirmæli um borun í landgrunni sínu af hvaða tilefni sem er. Önnur ríki geta því ekki hafist handa um boranir á landgrunni annars ríkis án leyfis þess. Sé slíkt leyfi fyrir hendi, verða hinir erlendu aðilar að hlíta öllum fyrir- mælum strandríkisins um boranir og aðrar ráðstafanir þeim samfara. 4. Lags var fyrir Alþingi síðla árs 1982 frumvarp til laga um eignar- rétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Frumvarp þetta var samið af nefnd um hagnýtar hafsbotnsrannsóknir. Frumvarpið hlaut eigi afgreiðslu á því þingi, en rétt er að geta þess lítillega hér. 1 1. gr. frumvarpsins er rnælt svo fyrir, að íslenska ríkið sé eigandi allra auðlinda á og í hafsbotninum utan netlaga, og svo langt til hafs sem fullveldisréttur íslands nái samkvæmt lögum og alþjóðasamning- um við einstök ríki. Auðlindir samkvæmt lagaákvæðum taka til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda á og í hafsbotninum. Þá er boðið að enginn megi leita að efnum til hagnýtingar í eða á hafsbotninum utan netlaga nema að fengnu skriflegu leyfi iðnaðar- ráðherra og ekki megi taka eða nýta efni á hafsbotninum eða úr hon- um nema að fengnu slíku skriflegu leyfi. 1 4. gr. er hinsvegar tekið fram, að leyfi til hágnýtingar auðlinda á eða í hafsbotni skuli bundin við ákveðið svæði og gilda til ákveðins tíma, en þó ekki lengur en 30 ár. 1 leyfisbréfum skuli ætíð greina hverj- ar ráðstafanir leyfishafi skuli gera til að forðast mengun og spillingu á lífríki láðs og lagar. Við gerð frumvarps þessa mun hafa að nokkru leyti verið tekið mið af norskri löggjöf um hliðstætt efni. Rétt er að geta þess hér lauslega, hvernig þessum málum er skipað í dag. Auk þess sem fram kemur í lögum nr. 41/1979 um landhelgi efna- hagslögsögu og landgrunn, sem áður hefur verið getið, er rétt að benda á námulögin nr. 24/1973, en samkvæmt þeim fylgir hverri landareign sem er háð einkaeignarrétti réttur til hagnýtingar hvers konar jarð- efna sem finnast í jörðu eða á. Utan þessara landsvæða hefur ríkið rétt til nýtingar jarðefna. Þá er í lögunum tekið fram að um námurétt á landgrunninu umhverfis Island fari eftir sérlögum. Mörk jarða á íslandi eru miðuð við stórstraumsfjörumál til sjávar. 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.