Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 71

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 71
gerðar höfðu verið að hér væri mikil setlagadeild. Er talið að hún sé um 4.000 metra djúp og all gömul. Til þess að kanna setlögin að fullu þarf að bora þarna a. m. k. 2.000 til 2.500 metra djúpa holu. 5. Hér að framan hafa verið rakin ákvæði Jan Mayen samningsins um hið sérstaka sameiginlega rannsókna- og vinnslusvæði. Vitað var, að norska olíustofnunin hafði mikinn áhuga á að fá fjárveitingar til þess að hefja þar á árinu 1984 mælingar með skipi, bæði jarðsveiflu- mælingar og segulmælingar. Var talið nauðsynlegt að Islendingar fylgd- ust vel með þessu, enda gert ráð fyrir því í áðurgreindu samkomulagi. Hefur því verið haft samband við norsku olíustofnunina um þessi mál og samvinna tekin upp. Þegar þetta er skrifað er eigi víst, hvernig þessi mál þróast eða hve hratt. IV. Hér að framan hefur í fáum dráttum verið rakið, hvað gert hafi verið í leit að verðmætum efnum á hafsbotninum í landgrunni Islands. Við fyrstu sýn mætti ætla, að lögfræði ætti lítið erindi í þessi mál, en svo er ekki. Verður drepið á helstu atriði sem hér skipta máli. Komi til nýtingar efna á hafsbotninum þarf að huga að löggjöf okkar um landgrunnið, sem að framan hefur verið rakin, hafréttar- sáttmálanum sem einnig hefur verið getið áður og samningum við er- lend ríki, þar á meðal Jan-Mayen samningnum. Þá koma skoðanir um þau atriði, hvernig íslendingar eigi að standa að olíurannsóknum og hugsanlegri olíuvinnslu, skyldu slík efni finnast í landgrunninu. Gera verður sér grein fyrir, hvaða háttur verður hafður á. Verði sú regla tekin upp að veita einkaaðilum sérleyfi til rannsókna og vinnslu á ákveðnum svæðum þarf að semja við þá mjög ítarlega og gera vanda- sama samninga. Setja þarf öryggisreglur bæði um mengun og slysa- hættu, sem er mikil. Gera þarf sér grein fyrir, hvort ríkið eigi að taka þátt í þessari starfsemi. Þá þarf að huga að því, að olía hefur reynst þeim er hana vinna mikill og góður skattstofn og er skattaður á sér- stakan hátt og eru víðast hvar sérstök lög um olíuskatta. Setja þarf réglur um bótaábyrgð vegna slysa og skaða og síðast en ekki síst mengunar. Líta þarf til þess að þeir er leyfi fá til rannsókna eða vinnslu hafi keypt sér fullnægjandi vátryggingar. En það er fleira sem þarf að huga að. I hafinu er yfirleitt borað frá borpöllum, en þessir pallar eru misjafnir að gerð. Sumir standa á grunni og mynda nokkurs konar eyjar, aðrir liggja við festar og 189

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.