Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 76
prentað mál, áður en útgefandi nær að dreifa því til almennings.1) Meirihluti Hæstaréttar telur ekkert vera því til fyrirstöðu, að ríkis- saksóknari stöðvi útgáfu og dreifingu prentaðs máls, ef aðeins hann telur að í því sé efni sem valda kunni útgefanda refsiábyrgð. Og ríkis- saksóknari þarf ekki að bera undir dómstóla fyrirfram, hvort hann hafi heimild til þessarar valdbeitingar. Hann ákveður þetta einhliða og sá sem fyrir valdbeitingunni verður á þess engan kost að gæta rétt- ar síns (fyrr en síðar — löngu síðar) og fær ekki einu sinni að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fyrirfram hefði ég talið nær óhugsandi að Hæstiréttur Islands myndi dæma svona. 1 dóminum felst að ríkissaksóknari getur, hvenær sem hann kýs, notað lögregluna til að hindra útgáfu og dreifingu á prent- uðu máli. Ef t. d. honum berst fyrirfram vitneskja um að í forystu- grein dagblaðs, t. d. Morgunblaðsins eða Þjóðviljans, felist skammar- yrði og móðganir í garð forsætisráðherra vegna embættisrækslu hans (108. gr. alm. hgl.) hefur hann lögformlega heimild til að láta lög- regluna stöðva útgáfu blaðsins. Að vísu kynni að verða dæmt einu til þremur árum síðar að mat ríkissaksóknara á ummælum í forystugrein- inni hefði verið rangt. I henni fælist ekki brot á 108. gr. alm. hgl. Nú og blaðinu yrði þá heimilt að birta greinina. Ég tel sýnt að þessi dómur Hæstaréttar fái vart staðizt. A. m. k. felist í 72. gr. stjórnarskrár að bera verði fyrirfram undir dómstóla fyrirætlanir framkvæmdavalds um að koma í veg fyrir að menn láti í ljós (með útgáfu og dreifingu) hugsanir sínar á prenti Raunar vil ég ganga svo langt að telja að alveg sérstaklega þurfi að standa á til að dómstóll ætti að verða við kröfum um þetta. Það ætti hann því að- eins að gera ef um neyðarréttarleg tilvik væri að ræða, svo sem ef í riti væru upplýsingar sem talið væri skaðlegt að birta vegna öryggis ríkisins. Þessa skoðun byggi ég á því að í stjórnarskrárákvæðinu hafi 1) Minnihluti réttarins (einn dómari) taldi reyndar að vegna stjórnarskrárákvæðis- ins þyrfti að leita úrskurðar dómara fyrirfram. Hann vildi hins vegar ekki fella niður haldið „úr því sem komið var“, þar sem ekki væri loku fyrir það skotið, þegar efni ritanna væri virt, að krafa í ákæruskjali um upptöku yrði tekin til greina. Lagði þessi dómari og upp úr því, að varnaraðili hefði ekki hreyft athugasemdum við lögreglu, er hún kom að sækja ritin. Við atkvæðið er það að athuga í fyrsta lagi, að telja verður, miðað við niðurstöðu dómarans um að stjórnarskrárákvæðið feli í sér kröfu um dómsúrskurð, að ákæruvaldið beri sönnunarbyrðina fyrir að efnisleg skilyrði séu fyrir haldinu. Ekki getur verið nóg til að dómstóll verði við kröfu að „ekki sé loku fyrir það skotið" að gera megi ritin upptæk. I öðru lagi fær ekki staðizt að unnt sé að tengja það réttaráhrifum varnaraðila í óhag að hann andmæli ekki lög- regluaðgerðunum. Skýtur skökku við ef menn glata rétti með því að láta farast fyrir að sýna lögreglu mótþróa, þó aðeins sé í orðum. 194
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.