Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 77
verið tekin sú afstaða að réttur til birtingar sé sérstaklega verndaður, jafnvel þó efni kunni að fara í bága við lög og varða ábyrgð. Þetta er gert til að alveg sé tryggður hinn þýðingarmikli réttur til tjáningar, sem er eins og menn vita hornsteinn pólitísks frelsis. Engu breytir þetta um þá staðreynd, að höfundur ber ábyrgð á efni því sem hann birtir, bæði gagnvart einstaklingum og ríki. Sérstöku máli gegnir síð- an um rétt einstaklirigs sem telur á sér brotið með birtingu efnis frá öðrum einstaklingi. Eðlilegt er að hann megi beiðast lögbanns að upp- fylltum venjulegum skilyrðum. Mér er ljóst, að þessi skoðun mín, um að sérstaklega þurfi að standa á til að dómstóll taki til greina kröfu um að hamla birtingu rits, er ekki með öllu óyggjandi. Hins vegar ætti varla að þurfa að deila um að atbeina dómstóls þurfi til að hamla birtingu. Að öðrum kosti er lítið hald í stjórnarskrárákvæðinu um prentfrelsið. Fróðlegt er að líta á hvaða háttur er á þessu hafður í dönskum rétti. 1 783. gr. 1. mgr. dönsku réttarfarslaganna er sett sú lagaregla að ákvörðun um hald (beslaglæggelse) skuli tekin af dómstóli. Þrátt fyrir meginregluna er þó lögreglu heimilað að leggja hald á muni til bráðabirgða í tilvikum þar sem sérstök hætta þykir í því fólgin að bíða ákvörðunarinnar. Sé þetta gert er skylt að bera ákvörðunina um haldið undir dóm án tafar og aldrei síðar en innan 24 klukkustunda. 1 783. gr. 2. mgr. segir síðan, að því aðeins megi leggja hald á prent- að mál, sé haldið liður í aðgerðum til að koma fram ábyrgð á efni rits, að áður liggi fyrir dómsúrskurður. Ljóst virðist vera, að ástæða þessarar afdráttarlausu verndar prent- aðs máls fyrir haldi án undanfarandi dómsúrskurðar í dönskum rétti sé sú, að annar háttur yrði ekki talinn samþýðanlegur hinu stjórnar- skrárverndaða prentfrelsi. Er það þá í samræmi við þau sjónarmið sem haldið hefur verið fram hér að framan. Vera má að einhver telji að ekki sé mikil hætta á alvarlegum árás- um af ríkisins hálfu á mannrétindi hér á landi. Ekkert sé því athuga- vert við, að dómstólar komist að niðurstöðu sem þessari. Á þetta reyni lítið og sjaldan. fslenzkir embættismenn séu yfirleitt velviljaðir menn og átakalitlir, sem lítil hætta sé á, að muni beita valdi sínu gegn mannréttindum borgaranna. Hér er um misskilning að ræða. Stjórnar- skrárreglurnar um vernd mannréttinda eru ekki síður þýðirigarmiklar nú en þær hafa áður verið. Það er að vísu rétt, að flestir embættis- menn eru ólíklegir til að stofna til mannréttindaofsókna. En þessum mönnum missést stundum og svo er heldur aldrei að vita, hvernig fram- tíðin verður að þessu leyti. Eina tryggingin sem við höfum eru stjórn- 195

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.