Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 78

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 78
arskrárreglurnar. Og dómstólarnir verða að sjá um að þeim sé fram- fylgt.Þar er ekki öðrum til að dreifa. Ég held raunar að það sé eitt helgasta hlutverk dómstólanna að veita borgurum vernd fyrir ríkis- valdinu. Er þetta og talið í ýmsum öðrum ríkjum. Sýnast í sjálfu sér vera í nútímanum ærin tilefni til að sinna þessu verkefni. Að mínu viti fjallaði dómsmál það sem hér hefur verið gert að um- talsefni um augljóst brot af ríkisvaldsins hálfu gegn prentfrelsinu. Eftir dóm Hæstaréttar liggur líklega fyrir að svo er ekki. Verður að ætla að í dóminum sé staðfest lagaregla (fordæmisregla), sem felur í sér að prentfrelsisákvæði 72. gr. stj órnarskrárinnar standi ekki í vegi fyrir fyrirfram tálmunum framkvæmdavalds við prentfrelsi án at- beina dómstóla. Að vísu dæmdu aðeins tveir af dómurum Hæstaréttar þetta og rýrir það e. t. v. fordæmisgildi dómsins. Þrátt fyrir þetta er nauðsynlegt að vekja athýgli á dóminum gagngert í því skyni að við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem e. t. v. er framundan, verði gerðar breytingar á 72. gr. sem tryggi mönnum vernd fyrir fyrirfram hömlum af ríkisins hálfu á réttinn til að tjá sig. 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.