Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 3
TDLUUT^Í iík.iim:imm.\ 4. HEFTI___37. ÁRGANGUR__DESEMBER 1987 HUGLEIÐING UM GERÐARDÓMA Línum þessum er ekki ætlað aS vera fræðileg úttekt á gerðardómum né held- ur sögulegt yfirlit um þróun þeirra, en það er kunnara en frá þurfi að segja, að hér á landi hafa gerðardómar tíðkast allt frá þjóðveldistímanum sem furðu-haldgott úrræði til þess að setja niður deilur manna um hvers konar efni. Frá því greina sögur okkar gamlar, sem ekki verða frekar raktar hér. í hugleiðingum þessum er horft fram hjá lögbundnum gerðardómum og eingöngu átt við gerðardóma samkvæmt samningum aðila. Ýmsar og mismunandi ástæður ráða því, að menn semja um að fela gerð- ardómi úrlausn deilumála sinna, svo að bindandi sé fyrir báða aðila, fremur en að höfða mál fyrir hinum almennu dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi tekur að jafnaði skemmri tíma. í margslungnum atvinnurekstri nútímaþjóð- félags er rfkari þörf á skjótum úrlausnum ágreiningsmála. Aðila, sem um langan tíma hafa átt umfangsmikil og gagnkvæm viðskipti og hyggjast halda þeim áfram, getur greint á um tiltekin atriði f slíkum viðskiptum og þeir koma sér ekki saman um túlkun samninga um þau. Þeir vilja fá skorið úr óvissunni en jafnframt komast hjá því, að deilumál þeirra verði opinbert og sæti jafnvel opinberri umfjöllun. Hugsanlega er þetta sú ástæðan, sem oft- ast ræður. í slíkum viðskiptum semja aðilar oftlega einnig um, að gerðar- mönnum sé heimilt að dæma eftir sanngirnissjónarmiðum, að svo miklu leyti sem lög taka ekki af tvfmæli. Sálrænar og tilfinningalegar ástæður ráða því og oft, að menn semja um gerðardómsúrlausn. Ef leggja á ágreining til úrlausnar fyrir almennum dóm- stóli, verður að stefna öðrum aðilanum til þess að þola dóm. Þar með eru aðilarnir orðnir opinberir andstæðingar, þótt þeir hafi áður verið sammála um, að óhjákvæmilegt væri að fá skorið úr ágreiningnum. Slíkur málarekst- ur vill oft leiða til vinslita eða slita á annars góðu viðskiptasambandi. Gerðar- dómurinn er hins vegar staðfesting á samningsvilja og þar með vilja til þess að leysa deilumál á þennan samningsbundna hátt. Deilumál eru oft mjög flókin tæknilega jafnt á sviði verklegra framkvæmda sem á öðrum sérsviðum viðskipta, þar sem sérþekkingar og reynslu er þörf. Við gerðardómsúrlausn slíkra deilumála hafa aðilar þá meiri fhlutunarrétt um það, hverjir skeri úr ágreiningi þeirra, heldur en ef mál er lagt fyrir hina almennu dómstóla. í mörgum málum, sem nú eru lögð fyrir hina almennu 225

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.