Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 4
dómstóla, eru ágreiningsatriðin bæði lögfræðilegs- og tæknilegs eðlis. Því ríkari sem lögfræðilegi þátturinn er við úrlausn málsins, þeim mun minna má víkja frá þeim reglum og kröfum og þeirri tryggingu, sem hinir almennu dóm- stólar eiga að veita í þessu efni, en á sama hátt má segja, að því mikilvæg- ari sem hinir tæknilegu og viðskiptalegu þættir ágreiningsefnisins eru, þeim mun ríkari áherslu verði að leggja á þá þekkingu og reynslu, sem dómend- ur hafa á því sviði. Segja má, að þar sem réttarskipan er eins og hér á landi og það tíðkast mjög, að héraðsdómarar kveðji sér til aðstoðar sérfróða menn á því sviði, er deiluefni varðar, þá sé þessara hagsmuna bærilega gætt. Vel má vera, að sú venja er síðast var nefnd, hafi valdið því, að hér á landi hefur gerðardómum til þessa ekki verið sá gaumur gefinn sem vert væri og svo sem verið hefur í öðrum löndum I sívaxandi mæli. Þetta er sjálfsagt einnig ástæða þess, að almenn löggjöf um gerðardóma, sem gerði úrlausnir þeirra bindandi fyrir aðila og aðfararhæfar, hefur ekki enn verið sett. Án slíkrar löggjafar og aðfararhæfis gerðardóma er varla von þess, að gerðardómsúrlausnum fari hér fjölgandi. Augljóst er þó, að slík löggjöf myndi létta þunga af hinu almenna dómstólakerfi og draga úr útgjöldum hins opin- bera. Það er þó fyrst og fremst á sviði alþjóðlegra viðskipta, sem kostir gerðardómsúrlausna eru mestir og augljósastir. í öllum heimsálfum hefur vöxtur alþjóðlegrar verslunar og peningaviðskipta leitt til þess, að menn hafa I æ ríkara mæli leyst deilumál sfn með gerðardómum samkvæmt regl- um alþjóðlegra gerðardómsstofnana. Kostirnir eru augljósir samanborið við að leggja slík mál fyrir hina almennu dómstóla í mismunandi löndum. Með gerðardómssamningi semja aðilar um, á hvaða tungumáli flutt skuli, svo að ekki þurfi að koma til kostnaðarsamra skjalaþýðinga. Þeir geta valið gerðar- dómsmenn með sérþekkingu á því sviði, er deiluefni varðar, þeir geta samið um hvaða lög skuli leggja tii grundvallar efnislegri úrlausn og hvaða réttarfarsreglum fylgt skuli við flutning. Með úrlausn máls er farið sem trún- aðarmál. Jafnvel þótt enginn þessara þátta væri talinn sérlega mikilvægur fyrir aðila einstakra mála, gætu verið ástæður, svo sem áður var getið, sem gerðu þá hikandi við málssókn í heimalandi gagnaðila, þar sem þeir geta búist við langvinnum og kostnaðarsömum málarekstri, landfræðilegu óhag- ræði og óvissu um réttarfarslöggjöf, áfrýjunarmöguleika og hvenær mál taki loks enda eða hvort nokkur von sé til þess, að teflt sé til vinnings. Hins vegar fylgir það hagræði eftir New York-samþykktina 1958, að gerðardómar eru að- fararhæfir f öllum löndum, sem staðfest hafa samþykktina. Sá, sem þessar Ifnur ritar, hefur nú um fjögurra ára skeið haft allmikil kynni af alþjóðlegri perðardómsstofnun og úrlausnum ágreiningsmála á henn- ar vegum og er stöðugt sannfærðari um kostina. Til samanburðar er löng og oft heldur bitur og árangurslítil reynsla af því að þurfa að senda mál ís- lenskra útflytienda erlendum starfsbræðrum í Englandi, Bandaríkjunum, Frakk- landi og Þýskalandi til sóknar og meðferðar fyrir þarlendum dómstólum. En til þess að við getum notið þess hagræðis, sem gerðardómsúrlausnir veita í áoreiningsmálum vegna alþióðlegra viðskipta, verðum við líka að geta boðið viðsemjendum okkar jafnræði í þessum efnum. Til þess þarf almenna löggjöf um gerðardóma og staðfestingu á New York-samþykktinni. Sveinn Snorrason 226

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.