Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 17
34/1964 um loftferðir.28 Hins vegar hafa Flugleiðir hf og sum önn- ur íslensk loftferðafyrirtæki nú tekið upp hærri takmörkunarfjár- hæðir í flutningsskilmála en skylt er eftir íslenskum lögum og alþjóða- samningum. 6. ÓTAKMÖRKUÐ ÁBYRGÐ Samkvæmt 143. gr. á farsali ekki rétt á að bera fyrir sig reglur 141. gr. um takmarkaða ábyrgð eða eigin áhættu skv. 142. gr., ef hann sjálfur29 olli tjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi og honum „mátti vera ljóst að slíkt tjón mundi sennilega hljótast af“. Ákvæði þetta er hliðstætt 6. mgr. 70. gr. (um stórfellda sök farmflytjanda), 3. mgr. 72. gr. (um stórfellda sök þeirra, sem farmflytjandi ber ábyrgð á eft- ir 171. gr.), 2. mgr. 146. gr. (um stórfellda sök þeirra, sem farsali ber ábyrgð á) og 176. gr. (um stórfellda sök þess, sem annars ætti rétt á að bera fyrir sig reglur um allsherjartakmörkun ábyrgðar).30 öll þessi ákvæði, nema 3. mgr. 72. gr., hafa í íslensku þýðingunni orðið nokkru víðtækari en norrænar fyrirmyndir þeirra.31 7. FLEIRI EN EINN FARSALI í 145. gr. eru ákvæði um ábyrgð á tjóni, þegar annar eða aðrir flytjendur annast flutning að nokkru eða öllu leyti. Segir, að (hinn upphaflegi) farsali sé ábyrgur eins og hann hefði sjálfur annast (all- an) flutninginn, 1. mgr. 145. gr. Frá ákvæði þessu má víkja með samn- ingi, ef skilyrði 3. mgr. 150. gr. eru fyrir hendi, sjá 10. kafla hér á eftir. 28 Svipuð takmörkunarfjárhæð gildir eftir 22. gr. Varsjársamningsins frá 1929, sbr. breyt- ingar, sem gerðar voru f Haag 1955. Sjá lög nr. 41/1949, sbr. lög nr. 46/1956. 29 Sök æðstu stjórnenda útgerðar farsala jafngildir sök hans sjálfs, sjá Arnljótur Björns- son (1987a), bls. 18. 30 í ísl. sigll. (og hinum skandinavísku fyrirmyndum) er smávægilegur merkingarmunur á 143. gr., 2. mgr. 146. gr. og 176. gr. annars vegar og 6. mgr. 70. gr. og 3. mgr. 72. gr. hins vegar. Eftir fyrrnefndu ákvæðunum nægir ekki (eins og eftir 6. mgr. 70. gr. og 3. mgr. 72. gr.), að tjónvaldi hafi verið (mátt vera) ljóst, að eitthvert tjón gæti orðið af hegðun hans. Hann verður að hafa gert sér grein fyrir, að einmitt þess konar („slíkt") tjón myndi sennilega af hljótast. Sjá hins vegar 120. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir. 31 Sbr. Arnljótur Björnsson (1987a), bls. 17—18 og (1987b), við nmgr. 20 og 21 á bls. 115 og 116. 239

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.