Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 29
komulag komið í veg fyrir að festa myndaðist í starfinu því að ekki er sjálfgefið að umboðsmaður yrði endurkjörinn af hinu nýja þingi. I öðru lagi samræmist það fyrirkomulag ekki fyllilega tilgangi laganna þar sem í 4. gr. segir beint að umboðsmaður sé í störfum sínum óháð- ur fyrirmælum Alþingis. Þess vegna má allt eins halda því fram að það auki sjálfstæði umboðsmanns að kjörtímabil hans sé óháð kjörtíma- bili Alþingis. Raunin varð líka sú að þessu ákvæði frumvarpsins var breytt í meðförum Alþingis. I lögunum segir ekki hvernig kjör umboðsmanns fari að öðru leyti fram og gilda því um það almennar reglur, sbr. 2. mgr. 25. gr 1. 52/ 1985 um þingsköp Alþingis. Þess skal getið að í frumvarpinu 1973 var gert ráð fyrir því að Alþingi tæki sjálft ákvörðun um það eftir hvaða reglum umboðsmannskjör færi fram og það nefnt í greinargerð að rétt þætti að inn í þingskapalög Alþingis yrðu felldar reglur um það efni. Forfallist umboðsmaður getur Alþingi kosið staðgengil til að gegna embættinu meðan forföll vara. Ætla verður að með orðinu Alþingi sé hér átt við sameinað þing. Fer þá um kjör staðgengils eins og um kjör umboðsmanns sjálfs. Hér er hins vegar á það að líta að staðgengill- inn getur sótt umboð sitt til annars Alþingis en þess sem kaus umboðs- manninn upphaflega. Við þessari skipan er út af fyrir sig ekkert sér- stakt að segja en vel hefði komið til greina að staðgengillinn hefði ver- ið kjörinn um leið og umboðsmaður sjálfur til þess að jafnræði gilti að því leyti. Slík skipan sýnist og hefði horft til hagræðis, t.d. þegar umboðsmaður verður að víkja sæti í máli vegna vanhæfis. I greinar- gerð með frumvarpinu að lögunum segir að Alþingi verði að meta hve- nær tímabundin forföll umboðsmanns gefi tilefni til kosningar stað- gengils og myndi það að j afnaði vera nauðsynlegt við forföll sem fyrir- sjáanlega mundu vara t.d. í tvo til þrjá mánuði eða lengur. 2. Frávikning (2. mgr. 1. gr.) „Ef umboðsraaður andast eða verður af öðrum sökum ófær ura að gegna starfi sínu framvegis skal sameinað þing kjósa umboðsmann að nýju. Sama hátt skal hafa á ef um- boðsmaður fær að eigin ósk lausn frá embætti sínu eða tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja að víkja honum úr embætti." Starfslok umboðsmanns geta því orðið með eftirfarandi hætti: að hann andast, að hann verður ófær um að gegna starfi sínu, að kj örtímabil hans rennur út án þess að hann sé endurkosinn, að hann fær lausn að eigin ósk og að honum er vikið úr embætti. 251

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.