Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Qupperneq 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Qupperneq 38
lega að gæta réttaröryggis borgaranna gagnvart stjórnsýslunni. Um 3.1 þessu ákvæði felst að umboðsmanni ber að gæta þess að hin ólögfesta jafnræðisregla í íslenskri stjórnsýslu sé í heiðri höfð. Sú regla hefur t.d. verið orðuð svo að sambærileg mál skuli hljóta sams konar meðhöndlun í stjórnsýslunni. Ber því umboðsmanni sérstaklega að gæta að því að geðþóttaákvarðanir séu ekki teknar heldur að laga- sjónarmiðum sé beitt við afgreiðslu mála í stjórnsýslunni. I greinar- gerð með frumvarpinu að lögunum kemur raunar fram að höfundar reiknuðu með því að tekin yrði upp í lög almenn jafnræðisregla. Um 4. Hér er um almennt ákvæði að ræða til áréttingar hinum sér- stöku áhersluákvæðum í 2. gr. og gæti svarað til þess sem sagði í frum- varpinu 1973 um að umboðsmaður skyldi kappkosta að stjórnvalds- hafar beittu ekki nokkurn mann rangindum. VI. UPPHAF UMBOÐSMANNSMÁLS „Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að sjálfs sín frumkvæði." (l.mgr. 5. gr.). Skv. þessu hefjast mál hjá umboðsmanni með tvennum hætti, annað- hvort með því að kvörtun berst og hér verður nefnt kvörtunarmál, eða með því að hann hefst sjálfur handa og hér verður nefnt frumkvæðis- mál. Verður fyrst fjallað um kvörtunarmál enda segir í athugasemdum í greinargerð „að meginverkefni umboðsmanns verði rannsókn ein- stakra mála, þar sem kvörtun hefur borist á hendur einstöku stjórn- valdi.“ 1. Kvörtunarmál Þegar upphaf máls er kvörtun (sbr. í norrænum rétti orðið klage) þarf einkum að gæta að heimild til málshöfðunar, aðild máls, formi kvörtunar og frestum: a) Kvörtunarheimild „Ef skjóta má máli til æðra stjórnvalds er ekki unnt að kvarta til umboðsmanns fyrr en æðra stjórnvald hefur fellt úrskurð sinn í málinu. Ársfresturinn skv. 2. mgr. hefst þá frá þeim tíma.“ (3. mgr. 6. gr.). Sú takmörkun er því á kvörtunarheimild að sé fyrir hendi kæru- heimild innan stjórnsýslukerfisins skuli fullreyna þá leið fyrst áður en kvörtun er borin fram við umboðsmann. Rökin fyrir þessu eru skv. greinargerð með lögunum að stjórnvaldshafar skuli „fyrst fá tækifæri 260
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.