Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 42
muni reynast að fullnægja þessu ákvæði ef það ætti að skiljast bókstaf- lega. Verður sú skoðun látin í ljós að hér hafi verið gengið of langt að því er starfssvið umboðsmanns varðar, en e.t.v. má einnig túlka ákvæð- ið svo að það sé eins konar varnagli honum til handa komi upp vafi um heimildir hans að öðru leyti. VII. MÁLSMEÐFERÐARREGLUR Ákvæðum laganna um meðferð umboðsmannsmála má skipta í þrjá meginþætti: I fyrsta lagi rétt umboðsmanns til þess að krefjast upp- lýsinga, í öðru lagi heimild umboðsmanns til þess að óska þess að vitna- leiðslur fari fram og í þriðja lagi rétt þess sem kvörtun beinist að til þess að tala máli sínu. 1. Upplýsingaréttur (1. og 2. mgr. 7. gr.) „Umboðsmaður Alþingis getur krafið stjórnvöld um þær upplýsingar sem liann þarfn- ast vegna starfs síns, þar á meðal getur hann krafist afhendingar á skýrslum, skjölum, bókunum og öðrum gögnum sem mál varða. — Umboðsmaður getur ekki krafist upp- lýsinga er varða öryggi ríkisins inn á við eða út á við eða utanríkismál er leynt skulu fara nema með leyfi ráðherra þess sem í hlut á.“ (1. og 2. mgr. 7. gr.). Skv. þessu er umboðsmanni veittur víðtækur réttur til þess að krefj- ast upplýsinga og gagna enda hefur hann ríka þagnarskyldu skv. 8. gr. laganna. Ákvæði frumvarpsins 1973 voru þó enn víðtækari en 1. mgr. 8. gr. þess hljóðaði svo: „Umboðsmaður Alþingis á heimtingu á að stjórnvöld láti honum í té alla tiltæka vitneskju sem hann þarfnast til að vinna starf sitt, svo sem með afhendingu skýrslna, skjala, bók- ana o.s.frv.“ I athugasemdum við 7. gr. laganna segir að víðtæk heimild umboðs- manns til að krefja stjórnvaldshafa um upplýsingar sé nauðsynleg til þess að lögin nái tilgangi sínum. Upptalningin í 1. mgr. 7. gr. á þeim gögnum sem umboðsmaður getur krafið stjórnvaldshafa um gefur nokkra hugmynd um hversu víðtækur upplýsingaréttur hans er. I gróf- um dráttum felst í honum að umboðsmaður getur krafið stjórnvalds- hafa um öll gögn sem hann þarfnast í starfi sínu enda varði þau málið sem til úrlausnar er. Helst er álitaefni hvort hann geti krafist vinnu- gagna stjórnvaldshafa sem notuð hafa verið til undirbúnings ákvörð- unar en til slíkra gagna var 8. gr. frumvarpsins 1973 ætlað að ná. Þegar litið er til hinnar almennu takmörkunar á upplýsingarétti skv. lögunum miðað við frumvarpið 1973 og þess að ekki er minnst á slík 264

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.