Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 49
I athugasemdum segir að efnislega sé ekki mikill munur á þessu ákvæði og 11. gr. frumvarpsins 1973. Eru athugasemdir við það ákvæði teknar orðrétt upp í greinargerðina með lögunum. Þar segir m.a. að hér sé um „venjulegar reglur um þagnarskyldu" að ræða. Hlýt- ur þar að vera átt við þá almennu þagnarskyldu sem talin er hvíla á ríkisstarfsmönnum og nægir þá að vísa til stjórnsýsluréttar í þeim efnum (sjá Stjórnarfarsréttur: bls. 118). Hér skal aðeins vakin at- hygli á eftirfarandi ummælum í greinargerð er varða mat umboðs- manns á því hverju hann telji hæfilegt og viðeigandi að skýra frá: „Á það ekki síst við um vinnugögn, sem umboðsmaður fær frá stjórnvöld- um. Gögn þessi sýna títt hvernig stjórnvald komst að niðurstöðu og ákvörðun. Ef umboðsmaður ætlar sér að gagnrýna forsendur ákvörð- unar, verður hann því stundum að vitna til þessara gagna og það er honum heimilt.“ Því er sérstaklega á þetta minnst að hvergi annars staðar er vikið að vinnugögnum en aðgangur að þeim skiptir miklu máli um upplýsingarétt umboðsmanns, svo sem vikið var að í VII. kafla hér á undan. X. SKYRSLUGJÖF „Umboðsmaður skal gefa Alþingi árlega skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Skýrsluna skal prenta og birta opinberlega fyrir 1. september ár hvert. — Ef umboðs- maður verður áskynja stórvægilegra nristaka eða afbrota stjórnvalds getur hann gefið Alþingi cða hlutaðeigandi ráðherra sérstaka skýrslu um málið. Ef starfsmaður sveitar- stjórnar á í hlut getur umboðsmaður gefið sveitarstjórn sérstaka skýrslu. — Umboðs- maður ákveður sjálfur hvort hann gefur opinbera tilkynningu um mál og á hvern hátt hann gerir það. — Ávallt er umboðsmaður lætur frá sér fara tilkynningu um mál skal hann greina hvað stjórnvaidið, er hlut á að máli, hefur fært fram sér til varnar." (12. gr.). Þetta ákvæði er eins og 14. gr. frumvarpsins 1973 og er í greinar- gerð vísað til athugasemda með því. Segir þar m.a. að útgáfa árs- skýrslunnar sé til þess fallin að opinber umræða fáist um stjórnsýsluna og að úrlausn umboðsmanns á einstökum málum geti síðar orðið leið- beinandi í fjölda annarra mála og þannig orðið fordæmi. Auk þess geti umboðsmaður látið uppi álitsgerðir almenns eðlis sem fyrirfram sé vitað að varði fjölda mála. Að öðru leyti skal hér aðeins vakin athygli á ummælum í greinar- gerðinni um 2. mgr. 12. gr. en þar segir orðrétt: „Ákvæði 2. mgr. ber að skilja á þann veg að komi í Ijós stórvægileg mistök eða afbrot stjórn- valds, þá getur umboðsmaður látið þar við sitja að gefa Alþingi eða hlutaðeigandi ráðuneyti eða sveitarstjórn sérstaka tilkynningu um málið. Er honum ekki skylt að fjalla einnig um málið í ársskýrslu. Enn 271

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.