Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 4
að því leyti að ( honum eru ekki aðeins ákvæði um viðurkenningu og aðfararhæfi dómsúrlausna heldur er þar einnig að finna reglur um alþjóð- legt varnarþing, þ.e. varnarþing i þeim deilumálum sem geta á einhvern hátt snert hagsmuni annars samningsríkis eða rlkisborgara þess. Samningsríkin skuldbinda sig til þess að hafa ekki aðrar alþjóðiegar varnarþingsreglur í lög- um sínum en þær sem samningurinn ákveður eða heimilar sérstaklega. Þetta þýðir að í samningsríkjunum gilda sömu alþjóðlegar varnarþingsreglur. Þessu fylgir auðvitað sá kostur að í samningnum er strax tekin afstaða til þess hvaða mál það eru sem réttlæti það að varnaraðili verði að þola dóm í öðru samningsri'ki en hann er búsettur I. Það leiðir af Luganosamningnum að dómstóll í því ríki sem dómur er kveð- inn upp í metur það að jafnaði endanlega hvort varnarþing sé fyrir hendi samkvæmt samningnum. Hafi dómstóll fallist á varnarþing er efnisdómur, sem kann að ganga í framhaldi af því, einnig viðurkenndur og aðfararhæfur I öllum samningsrlkjunum. Af því leiðir að varnaraðili á að jafnaði mjög fáar varnir, sem hann getur haft uppi við aðför, þegar svo stendur á að aðför á að fara fram I öðru ríki en því sem dómur var kveðinn upp í. Aðalreglan um varnarþing samkvæmt Luganosamningnum er heimilisvarnar- þing. Af þessu leiðir að menn eða lögpersónur má lögsækja þar sem þau eiga heimili og skiptir ríkisfang ekki máli í því sambandi. Grískan rlkisborgara sem búsettur væri á íslandi mætti því lögsækja á íslandi. Dómur á hendur Grikkjanum væri viðurkenndur og aðfararhæfur í öllum samningsríkjunum jafnvel þótt Grikkinn síðan flyttist til einhvers samningsríkjanna, t.d. Grikk- lands. Auk ákvæða um heimilisvarnarþing eru ákvæði um svonefnd sérstök varnarþing. Sem dæmi um sérstakt varnarþing má nefna brotavarnarþing. Brotavarnarþing á t.d. við ef íslendingur veldur tjóni á Italíu með því að skemma bifreið. Er þá unnt að stefna íslendingnum fyrir dómstól á ítallu og er hinn ítalski dómur, sem kynni að falla á varnaraðila, aðfararhæfur á íslandi (og ( öðrum samningsríkjum), ef því er að skipta. Þá eru ákvæði um varnar- þing ( vátryggingarmálum og neytendamálum auk þess sem aðilar mega venjulega semja um varnarþing. Loks eru ákvæði um skylduvarnarþing en það þýðir að skylt sé að nota tiltekið varnarþing við málshöfðun og er ekki unnt að vlkja frá því. Sem dæmi um varnarþing af því tagi má nefna að mál um réttindi yfir fasteign eða leigu fasteigna má aðeins sækja í því samnings- ríki þar sem fasteignin er. Aðalreglan er sú að dómar, sem kveðnir eru upp í samningsríki, skuli viðurkenndir ( öðrum samningsríkjum án nokkurrar sérstakrar málsmeðferðar. Þá er og aðalreglan sú að dómi, sem kveðinn hefur verið upp í samningsríki og fullnægja má I því r(ki, skuli einnig fullnægja í öðru samningsríki þegar hann, að beiðni rétts aðila, hefur verið lýstur aðfararhæfur þar. Viss skjöl skulu fylgja beiðninni og er þar aðallega um að ræða rétt endurrit dóms og stefnu- birtingarvottorð, ef um útivistardóm var að ræða, og skjöl sem sýna að dóm- urinn sé aðfararhæfur og hafi verið birtur samkvæmt lögum þess rlkis sem dómur var kveðinn upp í. Aðeins má synja um aðfararbeiðni af einhverjum þeim ástæðum sem greindar eru í 27.—28. gr. Luganosamningsins. Þær reglur skulu ekki rædd- ar nánar hér en almennt má segja að þær varnarástæður eru fáar sem varnaraðili getur komið að á þessu stigi. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.