Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 60
og undirrituðu vottarnir efni arfleiðslunnar. Var engin sérstök ástæða færð til réttlætingar á þeim drætti. 1 dómi yfirréttar var vísað til þess, hversu einföld arfleiðslan hefði verið að efni og að fleiri en vottarnir væru til frásagnar um að hún hefði verið réttilega skráð. f ljósi þessara aðstæðna þóttu tafir á skráningu arfleiðslunnar ekki geta valdið ógildi hennar. í dómi Hæstaréttar var hins vegar bent á að ákvæði 25. gr. dönsku erfðatilskipunar- innar frá 1845 áskilji að efni munnlegrar arfleiðslu verði að skrá tafarlaust og að í þessu tilviki hafi engin hindrun staðið í vegi fyrir að skráning ætti sér stað fyrr en raun varð á. Var arfleiðsl- an því metin ógild. í dönskum fræðiritum er enn vísað til þessa dóms til afmörkunar á því, hvenær líta megi svo á að vottar hafi vanrækt skyldu til tafar- lausrar skráningar í þeim mæli, að það varði ógildi arfleiðslu12. Hefur hið sama verið gert hér á landi, en jafnframt bent á HRD 11/41 til marks um það, að skráning efnis munnlegrar arfleiðslu degi eftir að hún er mælt fram og eftir lát arfleiðanda sé talin nægjanleg13. I því dómsmáli, sem hér er til skoðunar, varð dráttur á skráningu efnis arfleiðslunnar í 16 daga, algerlega að ástæðulausu að því er virð- ist, þar til læknir sá, sem hér kom við sögu, gaf einn út yfirlýsingu um það. Voru þá jafnframt liðnir 14 dagar frá andláti arfleiðandans. Frekari dráttur varð síðan á að aðrir þeir, sem staddir voru við arf- leiðsluna, árituðu nefnda yfirlýsingu til staðfestingar og virðist það fyrst hafa gerst eftir ábendingu lögmanns þess málsaðila, sem naut hags af ráðstöfuninni. Bæði í dómi Hæstaréttar og í úrskurði héraðs- dómara er að vísu bent á þá sérstöðu þessa tilviks, að umræddur lækn- ir skráði arfleiðsluna með sömu orðum í minnisbók daginn eftir að hún var mælt fram. Þetta getur þó ekki skipt öllu máli, því hann stóð einn að skráningu þessari, auk þess að regla 1. mgr. 44. gr. EL áskil- ur að vottar að munnlegri arfleiðslu skrásetji ekki aðeins efni hennar svo fljótt sem auðið er, heldur einnig að þeir undirriti hana að gætt- um ákvæðum 40.—43. gr. laganna, báðir eða allir, enda um sameigin- lega staðfestingu þeirra að ræða á efni arfleiðslu. Þá er sérstök skír- skotun í úrlausnum beggja dómstiga til þess, að efni arfleiðslunnar hafi verið einfalt, en hliðstæð aðstaða var þó uppi í áðurreifuðum 12 Sbr. t.d. Emst Andersen, Arveret (1967), bls. 60, Svend Danielsen, Arveloven (1973), bls. 114, og Finn Taks0e-Jenscn, Arveretten (1986), bls. 155. 13 Sbr. Ármann Snævarr, Fyrirlestrar í íslenzkum erfðarétti, bls. 269—270. 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.