Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 8
bæra samningalipurð Hafsteins, og er nú deginum Ijósara, hversu farsæl- lega þeir samningar hafa gagnast Hafnfirðingum fram á þennan dag. Haf- steinn kunni bæjarstjórastarfinu vel, en bein opinber þátttaka í stjórnmálum var honum ekki að skapi. Því lét hann af störfum bæjarstjóra, eftir að kjör- tímabilinu lauk, og sneri sér að lögfræðinni einni og setti á fót eigin mál- flutningsstofu. í raun hafði lögfræðin og áhugi Hafsteins á henni stöðugt knúið dyra hjá honum, allt frá því að laganáminu lauk. Þrátt fyrir annasöm störf bæði hjá LÍÚ og meðan hann gegndi bæjarstjórastörfum, sinnti hann alltaf, þegar tækifæri gafst, ýmsum málflutningsstörfum í hjáverkum, ef svo má segja. Hann lauk flutningi prófmála fyrir héraðsdómi og öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns í janúar 1958, og haustið eftir að hann opnaði mál- flutningsstofu sína 1966 ávann hann sér réttindi hæstaréttarlögmanns. Mál- flutningsstofuna rak hann af atorku og réttsýni til dauðadags í félagi við eiginkonu sína, Sigriði Ásgeirsdóttur, hdl. Hafsteini voru falin ýmis veigamikil trúnaðarstörf auk fastra starfa hans. Má þar nefna, að hann sat um árabil í stjórn Sambands Isl. sveitarfélaga við góðan orðstir. Hann var stjórnarformaður Álafoss h/f í fjölda ára og í stjórn Breiðholts h/f í mörg ár, en það fyrirtæki byggði yfir 1000 íbúðir i Reykjavik. Um miðjan áttunda áratug, þegar erfiðleikar steðjuðu að íslenskum bygg- ingariðnaði, átti Hafsteinn ásamt nokkrum öðrum athafnamönnum þátt f til- raun til að nema islenskum verktökum land með byggingaverkefni í Nígeríu. Dvöldust Hafsteinn og kona hans, ásamt fleiri íslendingum, mánuðum saman í Lagos við að vinna þessum verkefnum framgang. Þótt við mjög erfiðar að- stæður væri að etja, luku (slendingar sinum þætti I þessu verki. En breyttar stjórnmálalegar og efnahagslegar aðstæður í Nígeríu réðu þvi, að mögu- leikar á frekari framkvæmdum runnu út í sandinn. Hafsteinn naut mikils álits sem traustur og góður málflutningsmaður. Hann þótti fyiginn sér og rökfastur, en jafnframt mjög sanngjarn og samvinnuþýður. Hann var ekki gefinn fyrir málaþras eða málaflækjur, en ef honum þótti ein- hver órétti beittur, reyndi hann af fremsta megni að rétta hlut hans. Hann lagði sig í framkróka við að Ieysa sem flest mál við samningaborðið, en ef viðunandi málalok náðust ekki þar, urðu dómstólar að skera úr. Fyrir þeim flutti hann fjöldamörg mál og naut til þess svo óskoraðs trausts, að fullyrða má að honum hafi verið falið að flytja mörg af stærstu málum, sem fyrir dómstóla hafa komið nú hin síðari árin, m.a. flutti hann mörg viðamikil mál gegn ríkisvaldinu af ýmsum tilefnum. Hafsteinn kvæntist Sigriði Ásgeirsdóttur ( desember 1954. Þau kynntust á háskólaárum Hafsteins og má með sanni segja, að sambúð þeirra hafi verið hin besta. Þau voru einkar samrýnd eins og kom hvað best fram í því, að um það leyti sem Hafsteinn setti á fót málflutningsstofu sína hóf Sigríður laganám, m.a. til þess að þau hjónin gætu unnið saman. Hún lauk náminu á stuttum tíma. Síðan rak hún stofuna með honum af skörungsskap og dugnaði. En nú er Hafsteinn Baldvinsson látinn langt um aldur fram og missir Sigríðar og barna þeirra og fjölskyldunnar allrar er meiri en orð fá lýst. Ég votta Sigriði og öllum ástvinum þeirra hjóna djúpa samúð og bið góðan Guð að létta þeim þann mikla harm, sem að þeim er kveðinn. Baldvin Tryggvason 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.