Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 72
Eins og áður er getið, varð Úlfljótur, tímarit laganema, fertugur á þessu starfsári. Var haldið upp á það með útgáfu veglegs afmælisrits. Þá var og tekin sú djarfa ákvörðun af Þorsteini Hjaltasyni, þáverandi ritstjóra og fram- kvæmdastjórum hans, að standa fyrir fjáröflun í því skyni að unnt yrði að endurprenta uppselda árganga Úlfljóts. Þá var ástandið orðið svo að um 20% af heildarsafni ritsins voru algerlega ófáanleg. Víkur þá sögu að starfsemi Orators starfsárið 1987—1988, er Franz Jezorski var formaður. Starfsemi félagsins var þetta árið, eins og raunar undangengin ár, með miklum blóma og var fremur aukið við hina hefðbundnu starfsemi heldur en dregið úr. Má nefna meðal margs að sett var formlega á laggirnar ELSA-nefnd (The European Law Students Association) innan Orators, en starfsemi þeirrar nefndar felst, eins og nafnið gefur til kynna, í stúdentasam- skiptum innan Evrópu. Alþjóðasamtök þessi eru nýstofnuð, en óhætt er að segja að fari að óskum þá muni skapast dýrmætur vettvangur fyrir laganema til að kynnast kollegum sínum og starfsemi þeirra á alþjóðlegum vettvangi í framtíðinni. Þá má geta þess að Háskólinn stóð fyrir gerð kynningarmyndar um laga- deild í samvinnu við Orator. Mynd þessa, sem var frumraun á þessu sviði, mun vera ætlunin að nota til kynningar laganáms I framhaldsskólum landsins. Enn má svo geta þess að fjársöfnun sú, er áður var á minnst vegna endur- prentunar á Úlfljóti, heppnaðist með svo miklum ágætum að hún dugði því sem næst til endurprentunar alls uppselda upplagsins. Var af þessum sökum ráðist í endurprentun þessa af ritstjóra þeirrar stjórnar, Stefáni Þ. Ólafssyni, og framkvæmdastjórum hans. Lauk því verki nú á haustdögum og höfðu þá alls verið endurprentuð 38 tölublöð af ritinu. Á þessu starfsári beitti Orator sér fyrir aukinni samvinnu milli deildarfélaga innan Háskólans og náði það samstarf hámarki er Orator stóð fyrir íþrótta- hátíð Háskólans fyrir Stúdentaráð H. í. Var almennt mjög vel af framkvæmd þessarar hátíðar látið og á Franz og hans samstarfsfólk heiður skilinn fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Er húma tók að hausti, nánar tiltekið 18. október, var núverandi stjórn síðan kjörin og var þar undirritaður kjörinn formaður, María Thejll varaformaður, Björg Thorarensen ritstjóri Úlfljóts og meðstjórnendur þau Einar K. Hallvarðs- son, Linda Bentsdóttir, Sóley Ragnarsdóttir og Stefán H. Stefánsson. Þessi stjórn á mikið starf fyrir höndum, en fyrir réttum 60 árum var Orator, félag laganema, stofnað af nokkrum framsýnum heiðursmönnum. Er fyrirhug- að að minnast þessarar stofnunar á ýmsan hátt. Raunar má segja að þegar hafi verið hafin framkvæmd þess en fráfarandi stjórn safnaði saman og lét innramma myndir af öllum stjórnum frá upphafi. Einnig var samið við Ríkis- sjónvarpið um kaup á öllum þeim þáttum af „Réttur er settur“ sem til eru. Ýmis áform eru í deiglunni varðandi afmæli þetta sem hámarki mun ná þann 16. febrúar næstkomandi, en enn er of snemmt að gera grein fyrir því sem þá mun verða gert, nær væri frá því að greina þegar það hefur verið framkvæmt. Almennt má segja að hagur Orators sé mjög vænn um þessar mundir, félagsstarfið hefur verið í miklum blóma á liðnum árum og starfsemin sífellt að aukast. Stafar þessi framkvæmdagleði ekki síst af því að fjárhagur félags- ins sjálfs er vel viðunandi en ekki síður er þess að geta að fjárhagur Úlfljóts 270

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.