Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 7
Eftir lát foreldra sinna fluttist Hafsteinn frá æskuslóðum sínum f Hafnar- firði til Reykjavíkur. Bróðir hans, Jón Haukur, er kvæntur Þóru Margréti Jónsdóttur, systur Eyjólfs Konráðs Jónssonar, hrl. og alþingismanns. Þær mægðir réðu því, að Hafsteinn fluttist í íbúð Eykons að Blönduhllð 2 og þar bjuggu þeir saman næstu árin. Við, nokkrir af bekkjarfélögum Hafsteins, tókum að venja komur okkar í Blönduhlíðina, og þá hófust kynni okkar við ýmsa úr vinahópi Eykons, aðallega úr Verslunarskólanum, en þaðan lauk hann prófi 1949. Hann var þá laganemi eins og margir okkar hinna. Bráð- lega myndaðist góður vinahópur 10—15 ungra manna, sem hafði Blöndu- hlíð 2 sem eins konar sameiginlegt félagsheimili. Hópur þessi hlaut fljótlega nafnið Blönduhlíðarklíkan, og seinna meir Eykonsklíkan, enda héldum við þétt saman. Við höfðum allir mikinn áhuga á félagsmálum og stjórnmálum sérstaklega og sátum stundunum saman í Blönduhlíðinni, áttum langar rök- ræður um samfélagið, þróun í stjórnmálum, einstaklingsfrelsið og sósíal- ismann. Hugsun okkar og umræða var öll mjög í ætt við það, sem f dag er kallað frjálshyggja, en snerist þá oftsinnis um andstöðuna við kommúnism- ann og mun meir en nú er, enda var veldi hans annað og meira í þá daga. Hafsteinn lagði drjúgt af mörkum í alla þessa umræðu, en hafði ekki áhuga á að taka þátt í hinni opinberu stjórnmálabaráttu með sama hætti og við ýmsir gerðum. Eykon gnæfði þar þó langt yfir okkur alla og hafði lika til þess mesta hæfileika og þrautseigju. Hafsteinn hafði framar öðru áhuga á lögfræðináminu og tók ríkan þátt i félagsstarfi laganema. Hann var í stjórn Orators um skeið og formaður félagsins 1951—52. Svo vildi til að um það leyti, sem við Hafsteinn og fleiri vorum að Ijúka laganáminu 1953, var ný reglugerð að taka gildi um það og tilhögun prófa í þeirri grein. Hlutfallslega margir laganemar luku því prófi árin 1953 og 1954 og þáverandi málflutningsmönnum leist ekki nógu vel á, að allur þessi fjöldi nýútskrifaðra lögfræðinga hópaðist í stéttina á skömmum tíma. Því reyndist afar erfitt að fá heimild til að flytja í þeirra nafni þau prófmál, sem þurfti til að öðlast réttindi héraðsdómslögmanna. Því fór svo, að fæstir þeirra, sem útskrifuðust úr lagadeild í september 1953, lögðu málflutningsstörf fyrir sig á lífsleiðinni. Mér telst svo til, að Hafsteinn hafi verið sá eini af okkur, sem varð hæstaréttarlögmaður. Þegar að afloknu lögfræðiprófinu í október 1953 réðst Hafsteinn til LÍÚ, fyrst sem erindreki samtakanna, en 1960 var hann ráðinn skrifsíofustjóri þeirra. Starfið hjá LÍÚ féll Hafsteini vel I geð. Hann hafði kynnst útgerð all- náið í Hafnarfirði, m.a. hjá föður sínum, sem var ötull athafnamaður í útgerð þar og togaraskipstjóri, m.a. á fyrsta nýsköpunartogara Hafnfirðinga, b.v. Bjarna riddara. Hafsteinn þekkti vel til sjómennsku og hafði verið háseti á þeim togara t leyfum frá námi. Hann ávann sér miklar vinsældir meðal sam- starfsmanna sinna I LÍÚ og hjá útgerðarmönnum, einkum sakir ráðhollustu sinnar og lapni I margvíslegum samningum. Á árinu 1962 skiptir Hafsteinn um starf og er kosinn bæjarstjóri I Hafnar- firði. í því starfi þurfti Hafsteinn að kljást við mörg og erfið viðfangsefni. Þrátt fyrir þröngan fjárhag bæjarsjóðs var ráðist I stórframkvæmdir eins og lagningu Fjarðargötu og breikkun Reykjavíkurvegar og Lækjargötu til að bæta samgönguleiðir að og frá Hafnarfjarðarbæ. Mest um verð var þó án efa samningsgerð bæjarins um álverið I Straumsvík. Þar reyndi mjög á frá- 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.