Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 51
þá með fullri meðvitund, skýr í hugsun og máli. Sagði hann þá eftirfarandi: „Ég vil að þið séuð vottar að því að hún (M) konan mín á að fá alla mína peninga — allt sem ég á.“ önnur vitni að þessu samtali voru hjúkrunarfræðingarnir (S) og (I). Þetta vottast hér með . .. “ Neðan við undirskrift læknisins á vottorði þessu var síðan bætt eftir- farandi texta, sem umræddir hjúkrunarfræðingar undirrituðu: „Við undirritaðir staðfestum ofangreinda lýsingu. Okkur var kunnugt um, að hér var um erfðaskrá að ræða.“ Ágreiningur reis um gildi arfleiðslunnar milli áðuriiefndrar sam- býliskonu hins látna, M, annars vegar og móður og systkina hans hins vegar, og var dómsmál af því tilefni, sem hér er til umfjöllunar, rekið fyrir skiptarétti Seltjarnarness. Krafðist M þess sem sóknaraðili að málinu að arfleiðslan yrði metin gild, en gagnaðiljar hennar mótmæltu „gildi vottorðs dags. 28. 08. 1984 sem löglegrar erfðaskrár“ og kröfð- ust viðurkenningar á erfðarétti sínum eftir B sem lögerfingjar hans. Byggðu varnaraðiljar kröfur sínar á því, að í fyrsta lagi hefði ekki verið gætt formreglna 40.—44. gr. EL við arfleiðslu B, í öðru lagi að B hefði ekki fullnægt skilyrðum 2. mgr. 34. gr. EL um andlegt hæfi til að standa að arfleiðslu, og í þriðja lagi að efni arfleiðslunnar hefði ekki samrýmst vilja B. 1 úrskurði skiptaréttar í málinu er greint frá því, að læknir sá og hjúkrunarfræðingar, sem hlýddu á arfleiðslu B, hafi meðal annarra komið fyrir rétt sem vitni, auk þess að M hafi gefið aðiljaskýrslu. Kemur meðal annars fram að M hafi fyrst fengið vitneskju um arf- leiðsluna, þegar hún fór á sjúkrahúsið til að sækja vottorð um andlát B. Umræddur læknir bar að hann hefði sjálfur samið áðurrakið vott- orð sitt án samráðs við aðra og afhent það M. Mun M síðan hafa farið með vottorðið til lögmanns síns, en að ábendingu hans mun síðar, líklega 3. september 1984, hafa verið aflað þeirrar yfirlýsingar hjúkr- unarfræðinganna, sem rituð var neðan við vottorð læknisins. Þá er í úrskurðinum vikið að framburði aðilja og vitna um atriði, sem sneru að arfleiðsluhæfi B, og er jafnframt tekið upp meginefni álitsgerðar tveggja dómkvaddra lækna, þar sem þeir létu uppi þá afstöðu að B hefði þrátt fyrir lyfjagjöf verið svo heill heilsu andlega þann 12. ágúst 1984, að hann hefði verið fær um að standa að arfleiðslu á skynsam- legan hátt. 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.