Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 41
Gildissvið Haag-Visby reglnanna tekur til farmsamninga undir farm- skírteinum milli hafna í tveimur löndum enda sé farmskírteinið gefið út í ríki sem er aðili að Haag-Visby reglunum eða slíkur flutningur sé frá aðildarríki. Þá nær það og til þeirra farmskírteina þar sem segir í samningsskilmálum að Haag-Visby reglurnar eða löggjöf landsréttar, sem veitir þeim lagagildi, skuli gilda um farmsamninginn (Clause paramount), þó svo að farmskírteinin séu hvorki gefin út í aðildar- ríki eða flutningurinn sé frá höfn þess, sbr. X. gr. Haag-Visby reglurnar gilda ekki um farmskírteini sem gefin eru út skv. „charterparty", nema farmskírteinin hafi verið framseld til þriðja manns en þá skulu Haag-Visby reglurnar gilda frá þeirri stund er farmskírteinið stjórnar samskiptum farmflytj enda og þriðja manns, I. gr. (b). Þegar Haag-reglurnar voru upphaflega samdar voru ekki önnur flutningsskj öl notuð í sj óflutningum en farmskírteini. Á síðari árum hafa rutt sér til rúms annars konar flutningsskjöl í sjóflutningum „sea waybill" eða engin formleg flutningsskjöl eru notuð. Haag-Visby reglurnar taka aðeins til flutninga undir farmskírteinum og verða því aðrir flutningar utan gildissviðs þeirra. Skv. samningum aðilja að flutningasamningum eru Haag-Visby reglurnar einnig látnar ná til annarra flutninga. Aðildarríkjum að Haag-Visby reglunum er að sjálf- sögðu heimilt að ákveða í löggjöf sinni að Haag-Visby reglurnar skuli gilda um hvers konar farmsamninga án tillits til skjalagerðar þeirrar sem notuð er við flutninginn. Gildissvið Haag-Visþy reglnanna er enn frekar takmarkað með því að þær taka ekki til lifandi dýra eða þilfarsfarms enda sé farmurinn raunverulega fluttur á þilfari og þess sérstaklega getið á farm- skírteininu. Haag-reglurnar gilda í sj óflutningnum um allan heim. Allt frum- kvæði að breytingum og nýjungum í alþjóðlegri samvinnu í sjórétti var venjulega í höndum Alþjóðlegu Sjóréttarnefndarinnar (CMI) í Antwerpen. Drög að sáttmálum og viðaukum þeirra voru undirbúin og samin af CMI. Ríkisstjórn Belgíu boðaði síðan til alþjóðlegra ráð- stefna um drögin sem voru haldnar í Brussel. Fulltrúar þeirra ríkis- stjórna sem tóku þátt í ráðstefnum höfðu einnig tekið þátt í að undir- búa og semja drögin innan CMI. Áhrif CMI á sjóréttarleg málefni voru því gífurleg. Bæði Visby- og Brussel-viðaukinn að Haag-reglun- um voru til dæmis samdir af CMI. Vaxandi þátttaka 3ja heims ríkja í alþjóðlegu löggjafarstarfi leiðir til þess að stofnanir Sameinuðu þjóðanna taka yfir að verulegu leyti 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.