Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 70
ég fór að velta því fyrir mér hvort aðili dómsmáls hefði yfirleitt áhuga á nokkru öðru en málsúrslitum, t.d. hvort honum væri gert að borga eða ekki, hvort hann yrði dæmdur í fangelsi eða fengi að ganga áfram laus o.s.frv. Þar sem ég er nú farinn að hugsa upphátt get ég þess líka að ég minnist þess varla að almenn umræða hafi orðið um rökfærslu i refsidómum, t.d. i dag- blöðum. Umræða virðist oftast bundin við það eitt, hvort maður hafi verið dæmdur sekur eða ekki sekur og hver refsingin hafi verið. Mér hefur og sýnst að almenningur hafi ekki minnsta áhuga á að vita hvernig dómari komst að þeirri niðurstöðu, enda væri ólöglærðum manni oft lítið gagn í því að lesa rökfærsluna. T.d. gæti verið sagt að háttsemi ákærða varðaði við 211. gr. almennra hegningarlaga og refsing ákveðin í framhaldi af því. Með því að lesa dóminn væri auðvitað hægt að komast að því að maður hafi drepið mann, en dómari gefur enga skýringu á því, af hverju það varði við 211. gr. hegningarlaga. En víkjum nú aftur að þeim sem hugsanlega ætti að skrifa rökfærslu fyrir í dómum. Sú var tíð að aðilar fluttu mál sitt sjálfir oftar en nú tíðkast. Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því en mér býður í grun að lítill munur sé á dómum, þar sem aðili hefur sjálfur flutt mál sitt, og þeim dómum, þar sem lögmenn eru málflutningsmenn. Kemur það einfaldlega til af þvf að eins og læknirinn við sjúkdómsgreiningu verður dómarinn að leggja lögfræðilegt mat á það málsefni sem fyrir hann er lagt. Beitir hann oftar en ekki hinum markfræga „juridiska þankagangi" f því efni, svipað og læknirinn fer f gegn- um fræðin með latínuna í kollinum. Auðvitað má halda því fram að hér bæri dómaranum að ,,þýða“ lögfræðilega hugsun sína yfir á almennt mál, úr „laga- máli“ yfir á „mannamál“, eins og ég stundum orða það. En er einhver þörf á því? Hvað með málflutningsmanninn? Hann á að bera fram málsástæður og lagarök fyrir dóminn. Hræddur er ég um að aðilinn sem hann er að flytja mál fyrir botnaði oft litið f greinargerð eða málflutningsræðu lögmanns síns, án útskýringa. Leggja löamenn það á sig að gefa slfkar útskýringar? Varla. Ég hef jafnvel grun um að oft beiti þeir einmitt lögfræðinni fyrir sig til þess að gera sig mikilvægari f augum sk'ólstæðinga sinna. Svona vangaveltum mætti auðvitað halda lengi áfram. Ég er einfaldlega þeirr- ar skoðunar að dómari eigi ekki að semia dóm ,,fyrir“ nokkurn einasta mann, heldur beri dómara aðeins á grundvelli réttarfarslaga að fullnægja þeirri laga- skyldu að skera úr því ágreiningsefni sem fyrir hann er lagt. í þessu felst nánar að rökfærsla fyrir dómsorði eigi ekki að standa í neinum hugsanatengslum við aðstandendur máls eða aðra. heldur miðast alfarið við það málsefni sem til úr- lausnar er hverju sinni. Að þessu leyti er ég ósammála bæði Hjördfsi og Þór. Einkum og sér f lagi sé ég enga ástæðu til þess að haga dómasamningu eftir því hvort „líklegt (sé) að almennur áhugi sé á rnálinu". Tel ég slíkt raunar var- hugavert vegna þess að það gæti dregið athygli dómara frá þvf sem hann á að einbeita sér að, þ.e. málsefninu. Tekur Þór réttilega fram að dómari eigi ekki að skrifa dóm eins og fræðimaður, en því síður á hann að vera f hlutverki blaðamanns. Mín skoðun er þvf sú að rökfærsla í dómum megi einungis vera mismunandi ítarleg eftir því sem málsefnið gefur tilefni til. í því efni verður aftur á móti aldrei hægt að finna neina algilda reglu. Að lokum langar mig til að fara fáeinum orðum um dómasamningu al- mennt. Þar sem dómar eru ætíð hugarsmíð þeirra sem sömdu þá verða þeir 268

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.