Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 42
það hlutverk sem CMI og aðrar alþjóðlegar einkastofnanir gegndu á sviði lagasamræmingar. Alþjóðasiglingamálastofnunin í London (IMO) tók yfir sjóréttarleg málefni nema farmflutninga sem komu í hlut United Nations Conference on Trade and Development (UNCTAD) og síðar United Nations Commission on International Trade Law (UNCITRAL). Undir forsjá Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar var samþykktur alþjóðasamningur árið 1974 um sjóflutning á farþegum og farangri þeirra. Til þessa samnings er venjulega vitnað sem Aþenusamningsins, og hefur hann öðlast gildi. Lundúna-viðaukinn frá 1976 við Aþenu- samninginn hefur hins vegar ekki öðlast gildi ennþá. UNCTAD hafði forustu um að Haag-Visby reglurnar voru teknar til athugunar og fól síðan UNCITRAL að gera drög að nýjum sáttmála um vöruflutning á sjó. Sá sáttmáli var síðan samþykktur á ráðstefnu í Hamborg 1978, Hamborgarreglurnar. Hamborgarreglurnar taka skv. 2. gr. þeirra til allra sjóflutninga með farm gegn gjaldi frá höfn í aðildarríki eða til hafnar í aðildarríki, að „charterparty“ undanskildum (en þó ekki ,,volume“-samningum). Ham- borgarreglurnar gilda því án tillits til þess hvaða flutningsskjal er not- að, farmskírteini, „sea waybill“, eða ekkert skjal er notað. Þær gilda ennfremur um farmsamninga ef flutningsskj al eða annað skjal sem sannar farmsamninginn er útgefið í aðildarríki eða þess er getið í flutn- ingsskjali eða öðru skjali, sem sannar farmsamninginn, að Hamborgar- reglurnar eða landsréttur, sem veitir þeim lagagildi, skuli gilda um farmsamninginn, þó svo að flutningurinn sé hvorki að eða frá höfn í aðildarríki. Hamborgarreglurnar gilda á sama hátt sem Haag-Visby reglurnar um farmskírteini sem gefin eru út skv. „charterparty“. Loks gilda Hamborgarreglurnar um hvern einstakan flutning skv. „volume“- samningi. Engin takmörk eru á því til hvaða farms Hamborgarreglurnar taka. Undir þær fellur því þilfarsfarmur og lifandi dýr. Auk þess taka þær til gáma, „pallettna" og annarra flutninga á hlutum ef þeir hafa verið látnir í té af sendandanum. Hamborgarreglurnar hafa ekki enn öðlast gildi. 2.1.2.3 Loftflutningar Alþjóðasamningur um loftflutninga á farþegum og farangri þeirra og farmi var samþykktur í Varsjá 1929, Varsjársamningurinn, en drögin að samningnum voru samin af einkasamtökum CITEJA (Comité international technique d’experts juridiques aériens). 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.