Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 71
jafnmisjafnir og mennirnir eru margir. Ég held a5 óhætt sé að segja að dóm- arar eigi fullt í fangi með að skrifa forsendur dóma þannig að lögfræðingar skilji þær, hvað þá heldur allur almenningur. Persónulega færi ég ekki fram á meira en að forsendur væru þannig lögfræðilega samdar að unnt væri að skilja þær strax. Því er aldeilis ekki að heilsa, svo sem ég hef reynt við samn- ingu dómaskrár í stjórnsýslurétti síðastliðin tíu ár. Auðvitað er það göfugt markmið að forsendur dóma yrðu þannig samdar að allir skildu þær, líka börn. Slíkt markmið er einfaldlega ekki raunhæft. Hér sem ella verður að meta hagsmuni. Ég tel, eins og áður segir, að hagsmunir hins almenna manns séu þeir einir að fá úrlausn mála sinna hjá lögskipuðum úrskurðar- aðilum og að hann hafi engan áhuga á sérskoðunum lögmanna, lagakenn- ara eða annarra lögfræðinga á „gæðum“ forsendna. Þar fyrir utan held ég að hinir lærðu menn yrðu hvort sem er sjaldnast sammála um gæðin. Eða hvernig stendur á því að menn sætta sig við úrlausn í máli þar sem engar forsendur eru skrifaðar? Alveg er ég viss um að niðurstaða í slíkum málum veldur dómara jafnmiklum heilabrotum og í þeim þar sem hann setur forsend- ur á blað. Spurningin ætti þess vegna miklu frekar að vera um það að hve miklu leyti ætti yfirleitt að skrifa forsendur dóma. Sennilega er það þó rétt að I réttarríki verði það að vera, svo sem bæði Hjördis og Þór taka fram. Hins vegar er það enn skoðun mfn að forsendur dóma eigi að vera í sem allra stystu máli, en auðvitað ,,góðar“! Björn Þ. Guðmundsson FRÁ ORATOR Nokkuð er nú um liðið frá því að fréttir hafa borist af Orator, félagi laga- nema, á síðum Tímarits lögfræðinga og þykir ráð að bæta úr því. Sökum þagnar þessarar, en síðast bárust fréttir af Orator i 1. tbl. 1986, mun verða drepið stuttlega á helstu viðburði f starfsemi félagsins á umliðnum árum í nokkuð réttri tímaröð. Starfsárið 1986—1987 ríkti Þórður Bogason sem formaður. Á því starfs- ári var Saga Orators gefin út, en þeirri útgáfu hafði stjórn Jónasar Guðmunds- sonar ýtt úr vör árið áður. Kom Sagan út þann 16. febrúar, á hátíðisdegi Orators. Við sama tækifæri var dr. Ármann Snævarr gerður heiðursfélagi Orators, en óhætt er að segja að fáir hafi verið betur að þeirri vegsemd komnir en hann sökum áratuga óeigingjarns starfs f þágu laganema. Enn er þess að geta að Þorvaldur Garðar Kristjánsson var á árshátíð þessari sæmd- ur gullmerki Grágásar, en hann er stofnandi Úlfljóts, tímarits laganema. Um þær mundir varð tímaritið fertugt. í framhaldi af útgáfu Sögu Orators var ráðist í stofnun Bókaútgáfu Orators og var stofnfundur hennar haldinn 23. júlí 1987. Hefur verið unnið mikið og óeigingjarnt starf á hennar vegum, mest í sjálfboðavinnu. Eiga þar helst þakkir skyldar þeir Þórður Bogason, Ólafur Ólafsson og Páll Hreinsson. Hefur útgáfan á þeim árum sem hún hefur starf- að gefið út Samningarétt eftir dr. Pál Sigurðsson auk útgáfu annarra kennslu- bóka til notkunar í lagadeildinni. 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.