Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 22
um heimilt að sakfella lögaðilann. Af varnaðarástæðum er slík niður- staða mikilvæg. Að öðrurn kosti gæti verið unnt að sýna fram á, að verk stafaði af saknæmu gáleysi (annarra) fyrirsvarsmanna með því að hafa ósakhæfan mann í þjónustu sinni. Sérreglurnar um refsiábyrgð lögaðila og um refsiábyrgð einstaklinga án sakar leiða enn fremur til annars fráviks frá almennum reglum. Vaiarefsing verður þá ekki ákveðin ásamt fésekt, sbr. 53. gr. hgl. Það er mikilvæg regla, að menn eigi ekki að lenda í fangelsi, nema þeir hafi sjálfir unnið refsivert verk, sem ámælisvert telst, sjá þó hugsanlegt (fræðilegt) frávik í meiðyrðamálum, sbr. 234.—236. gr. hgl. og 15. gr. I. 57/1956 um prentrétt. 3) Skýlaus og glögg refsiheimild. Refsiábyrgð verður ekki lögð á einstaklinga án sakar né heldur á lögaðila án skýlausrar lagaheimildar þar að lútandi. Það fær að mínum dómi ekki staðist að leiða slíka ábyrgð af refsiákvæðum, er láta ósagt um frávik frá aðalreglunni. Hæstaréttardómur einn frá 1944 gefur tilefni til athugasemda að þessu leyti. H 1944:200. 1 forsendum Hæstaréttar segir: „Kærði er sameig- andi og umráðamaður verzlunar þeirrar, þar sem drýgð voru brot þau, sem lýst er í dómi undirréttar. Verður því að telja hann ábyrgan fyrir sekt, sem til hefur verið unnið í verzlunarrekstr- inum samkvæmt lagaboðum þeim, er greinir í héraðsdómi, og álízt sektin þar hæfilega ákveðin. Hins vegar þykir ekki eiga að dæma kærða til refsivistar til vara, ef sektin greiðist ekki, þar sem ekki er upp komið, að brotin hafi verið drýgð með vitund hans eða vilja eða vegna saknæms skorts á aðgæzlu af hans hendi.“ 1 hlutaðeigandi lagaboðum var ekki nein skýr (ótvíræð) heimild til hlutrænnar refsiábyrgðar. Spyrja má hins vegar, hvort það hafi verið rétt sakarmat Hæstaréttar, að ekki hafi skort á eðlilegt eftirlit með rekstrinum, sjá nánar forsendur héraðsdóms í málinu varðandi gá- leysismatið svo og H 1944:117, en þar var sýknað vegna ósannaðs eftirlitsskorts. Skýrleiki refsiheimilda er grundvallaratriði fyrir þegnana. Þeir eiga rétt á að vita nokkurn veginn, hvaða háttsemi getur bakað þeim refs- ingu. Leiðir þetta af grundvallarreglunni um lögbundnar refsiheimildir (nullum crimen, nulla poena sine lege), sbr. regluna „void for vague- ness“ í bandarískum rétti. Hin þrönga heimild 1. gr. hgl. til fullkom- innar lögjöfnunar breytir engu um þetta. í sérrefsilöggjöfinni, m.a. um efnahagsbrot, gætir þess í allríkum mæli, að lögð sé refsing við 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.