Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 14
formi svo og stórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum, þar sem eigendur og starfsmenn hverfa gjarnan í skuggann af félagsheildinni. Spjótin beinast nú ekki eingöngu að hinum fáu útvöldu, sem njóta álits í þjóð- félaginu vegna ríkidæmis, valda eða annars og brjóta af sér í starfi. Þeim fer sífellt fjölgandi, sem fara með fé annarra, vinna sérhæfð og flókin störf í fyrirtækjum eða geta með umgengni sinni við náttúru lands og sjávar valdið almenningi ómældu tjóni. Efnahagsbrot verða því frekar framin af almennum borgurum (Jedermannsdelikte) en hvítflibbabrotin. Sumpart eru hvítflibbabrotin víðtækari, taka t.d. til auðgunarbrota og ýmissa annarra hegningarlagabrota opinberra starfs- manna og sýslunarmanna (lækna, lögmanna, endurskoðenda). Sumir höfundar nota raunar hugtakið „occupational crimes“ (hvítflibba- brot) gagnstætt „corporate crimes“ (efnahagsbrot).12, Nokkur til- hneiging er einnig til þess í seinni tíð að rýmka hvítflibbahugtakið, þannig að þjóðfélagsstaðan sé ekki sett á oddinn (Demokratisierung des White-Collar-Verbrechens). 2) Önnur einkenni efnahagsbrota. Þótt margar tegundir efnahags- brota séu engan veginn nýjar af nálinni, hafa afbrotafræðilegar rann- sóknir á einkennum þeirra löngum verið vanræktar. Á árunum 1940— 1950 var stigið fyrsta skrefið með rannsóknum á hvítflibbabrotum, en það var á 7. og þó einkum 8. áratugnum sem slíkar rannsóknir hófust fyrir alvöru. Þrátt fyrir endurnýjaðan og stóraukinn áhuga á þessu rannsóknarsviði skipa efnahagsbrotin aukasess í samanburði við rann- sóknir á hefðbundnum afbrotum. Má ef til vill að nokkru kenna það vanabundnum hugsunarhætti, að hinar hefðbundnu rannsóknir verði að ganga fyrir. En fleira kemur til. Rannsókn efnahagsbfota kallar á nýja grunnþekkingu og aðrar rannsóknaraðferðir en hinar hefðbundnu rannsóknir. Ymsir annmarkar hafa auk þess staðið þessum rannsókn- um fyrir þrifum, svo sem vöntun á opinberum afbrotaskýrslum og öðrum upplýsingum, áhugaleysi vinnumarkaðarins og tregða hins opin- bera að leggja þeim lið. Norsku fræðimennirnir Kjell Haagensen og Per Ole Johansen hafa bent á þrjár alhæfingar, sem sett hafa svip sinn á rannsókn efnahags- brota og verkað þannig sem óheppileg einföldun og dragbítur á fræði- rannsóknir: a) Hinn dæmigerði brotamaður hefur tiltekin föst ein- kenni. b) Brotin skilja ekki eftir sig nein (eiginleg) fórnarlömb. c) Viðbrögð þjóðfélagsins eru svo væg sem raun ber vitni vegna menn- 12 Giinther Kaiser: Kriminologie. 7. útg. 1985, bls. 339—343. 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.