Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 17
völdum mengunarbrots. Sama er að segja um útgjöld, sem ríkið hefur af eftirliti á ýmsum sviðum, rannsókn og dómsmeðferð umfangsmik- illa og erfiðra efnahagsbrotamála, þar sem fjöldi sérfræðinga er kall- aður til. Almennt er þó lítið vitað um efnahagsbrot samanborið við hefðbundin afbrot. Fá brot koma upp á yfirborðið og sæta rannsókn og dómsmeðferð. Erlendar rannsóknir benda til, að hin dulda brota- starfsemi sé mikil á þessu sviði. Til þess liggja ýmsar ástæður. Oft gætir misskilnings eða vanþekkingar á þeim flóknu reglum, sem um efnahagslífið gilda, ýmist hjá hinum brotlega, brotaþola eða báðum aðilum. Brotaþolar hafa stundum takmarkaðan áhuga eða þor til að kæra efnahagsbrot. Þeir kunna sjálfir að vera flæktir í ólöglega starf- semi fyrirtækis, njóta hagnaðar af brotum þess eða óttast að missa starf sitt eða fyrirgreiðslu. Þar sem ríkið er virkUr aðili í efnahags- lífinu eins og hér á landi, á það erfitt um vik í eftirlitshlutverki gagn- vart keppinautum sínum og öðrum, t.d. á fjármagnsmarkaðnum. Þessi mótsagnakennda staða ríkisins getur leitt til slakara eftirlits, sem kemur fram bæði við kæru og rannsókn brota, málsmeðferð og ákvörð- un viðurlaga. Rannsókn efnahagsbrota og dómsmeðferð er um margt torveld og dæmd viðurlög eru yfirleitt væg. Eðli brotanna og umfang hefur sitt að segja. Það einkennir gjarna slíka brotastarfsemi, að um flókin við- skipti er að ræða, sem eru torskilin fyrir aðra en sérfræðinga. Það er aðeins á færi reyndra lögfræðinga og annarra sérfræðinga, oft í sam- einingu, að átta sig til fulls á háttseminni og fjalla um hana við rann- sókn og meðferð refsimála. Opinberir rannsóknaraðilar hafa fáum slík- um mönnum á að skipa, og margir þeirra standa stutt við hjá ríkinu vegna launakjaranna. Aðkeypt sérfræðiaðstoð er bæði dýr og torfeng- in, enda er rannsókn og meðferð þessara mála yfirleitt mjög tíma- frek. Jafnframt er um mikla hagsmuni að ræða, oft mun meiri en í velflestum auðgunarbrotamálum. Þeirri kenningu má finna stað, að þeir, sem búa við góða þjóðfélags- lega aðstöðu og fremja efnahagsbrot, fái aðra og mildari meðferð í refsivörslukerfinu en þeir, sem fremja hefðbundin afbrot. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar. Meira þarf til, að grunur falli á þessa menn en hina hefðbundnu brotamenn. Þeir standa og betur að vígi vegna menntunar sinnar og góðra sambanda, og þeir eiga meiri félags- lega samstöðu með þeim, sem um mál þeirra fjalla. Þetta er þó engan veginn einhlít niðurstaða, síst hér á landi, þar sem stéttamunur er minni en víðast hvar. Hins vegar eru ýmis rök til að álykta, að efna- hagsbrot séu alltíð á fslandi, kannski hlutfallslega tíðari en hin hefð- 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.