Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 64
5. Hinn 18. febrúar 1988 var haldinn félagsfundur um efnið „Aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds11. Frummælendur voru Björn Friðfinns- son, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, og Már Pétursson, bæjarfógeti. Fundargestir voru 81. 6. Hinn 1. mars 1988 var haldinn félagsfundur um efnið „Bótareglur nýju umferðarlaganna“. Frummælendur voru Arnljótur Björnsson, prófessor, og Logi Guðbrandsson, hrl. Fundargestir voru 128. 7. Hinn 26. aprd 1988 var haldinn félagsfundur þar sem Tryggvi Gunnars- son, borgardómari, hafði framsögu um efnið „Stjórnarskráin og stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu". Á eftir fóru fram pallborðsumræður, en þátttakendur auk frummælanda voru Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri, og Þorgeir Örlygsson, prófessor. Fundargestir voru 30. 8. Hinn 3. maí 1988 var haldinn félagsfundur um efnið „The Separation of Powers". Frummælandi var Michel Troper, prófessor í réttarheimspeki í París. Fundargestir voru 13. Fundirnir voru ýmist haldnir í Lögbergi eða á Hótel Sögu, að hádegisverðar- fundinum undanskildum sem haldinn var á Hótel Loftleiðum. Fundarsókn var yfirleitt góð. Bókaðir fundarmenn á fundunum voru alls 370, þ.e. rúm- lega 46 að meðaltali á hverjum fundi. Hinn 16. janúar 1988 var haldin ráðstefna á vegum Lögfræðingafélagsins og lagadeildar Háskóla íslands um framtíð laganáms hér á landi. Ráðstefnu- stjórar voru þeir Arnljótur Björnsson, prófessor, og Garðar Gislason, vara- formaður félagsins. Á ráðstefnunni var fjallað um markmið laganáms og hug- myndir um breytingar á námsfyrirkomulagi við lagadeild, kennsluhætti, prófa- fyrirkomulag og námskröfur í lagadeild, nýjar kennslugreinar og aukna áherslu á einstakar greinar lögfræðinnar, svo og endurmenntun og hinn verk- lega þátt laganámsins, þ.e. námsvist og skyld atriði. Þátttakendur á ráðstefn- unni voru 23 talsins og urðu líflegar umræður um umræðuefnið. Málþing félagsins árið 1988 var að þessu sinni haldið á Hótel Selfossi. Á málþinginu var fjallað um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Aðalfram- sögumenn á því voru þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., og Magnús Thor- oddsen, forseti Hæstaréttar. Svipað fyrirkomulag var haft á málþinginu og I fyrra, þannig að þátttakendum var skipt í umræðuhópa að loknum framsögu- erindum og umræðum um þau. Starfshópar voru að þessu sinni þrír: í þeim fyrsta var fjallað um eignarrétt og skattlagningarvald, stjórnandi var Gunn- laugur Claessen, ríkislögmaður. í öðrum hópnum var rætt um félagafrelsi og skyldu til þátttöku í félögum, stjórnendur voru Gunnar J. Birgisson, hdl., og Atli Gíslason, hdl. í þriðja hópnum var tekið fyrir tjáningarfrelsi og nú- tíma fjölmiðlun, stjórnendur voru Sigurður Líndal, prófessor, og Þórunn Haf- stein, deildarstjóri. Að loknu starfi í starfshópum var gerð grein fyrir störfum þeirra og loks fóru fram almennar umræður um efni málþingsins. Málþingið hófst kl. 10 árdegis og stóð til kl. 17. Gert var matarhlé að venju um hádegið og kaffihlé síðdegis. Að venjulegum málþingsstörfum loknum var borinn fram síðdegisdrykkur. Þátttakendur I málþinginu voru að þessu sinni 87, nokkru færri en verið hafa undanfarin ár. Það fyrirkomulag að skipta þátttakendum í umræðuhópa hefur nú verið reynt tvisvar sinnum, og var það álit flestra 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.