Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 19
meðferð svo og með virkum starfsleyfissviptingum og refsiviðurlög- um (refsivist fyrir alvarleg brot, en ella fésektir greiddar af hinum brotlega sjálfum, í sem bestu samræmi við greiðslugetu hans og eðli brotsins). Margvíslegar ástæður eru fyrir hinum mikla áhuga á efnahags- brotum hin síðari ár, er orðið hefur til þess, að víða hefur allt refsi- vörslukerfið verið endurskoðað og styrkt og nýjar refsiheimildir lög- festar. Slíkur áhugi hefur þó verið takmarkaður á Islandi enn seip komið er. Að nokkru leyti er um breytt gildismat að ræða, líkt og gerð- ist á sínum tíma með hinu fræga riti Edwin H. Sutherlands „White Collar Crime“ (1949) og fyrri tímaritsgreinum hans um efnið allt frá 1940. í því felst bæði sú jafnréttishugsun, að refsiverð brot í atvinnu- rekstri séu tekin svipuðum tökum í refsivörslukerfinu og önnur af- brot. Menn eigi ekki að geta skýlt sér á bak við atvinnufyrirtæki, ríkidæmi eða völd. Hins vegar eru ýmis verðmæti metin meira en áður var, svo sem heilbrigði og vellíðan, umhverfi, heiðarleg sam- keppni og neytendavernd. Ymsar ytri ástæður hafa einnig stuðlað að breytingum á meðferð efnahagsbrota í refsivörslukerfinu. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi ýmiss konar atvinnustarfsemi og mun meiri dulda brotastarfsemi á mörgum sviðum en nokkurn gat órað fyrir. Þannig hefur ný þekking opnað augu manna. 1 öðrum tilvikum kallar ný tækni á lagabreytingar, m.a. á nýjar eða rýmkaðar refsiheimildir (tölvu- brot, umhverfisbrot). Þá hefur komið í ljós, að löggjafarstarfið helst ekki ætíð í hendur við þróun viðskipta- og efnahagslífs, með þeim af- leiðingum að Iög reynast ófullnægjandi til að tryggja heiðarlega við- skiptahætti (verðbréfaviðskipti, gjaldþrot, misneyting og okur í láns- viðskiptum, brot gegn höfundarrétti á myndbandamarkaðnum). 4) Tilhögun refsiábyrgðar. Eins og áður er fram komið, hefur verið brugðist við þessum breyttu aðstæðum með ýmsum hætti í refsi- vörslukerfinu. Hér á eftir verður aðallega rætt um tilhögun refsi- ábyrgðar. Hinar almennu reglur refsiréttarins um ábyrgð einstaklinga nægja ekki lengur einar sér. Á það ekki síst við nú á síðari tímum, þegar mestallur atvinnurekstur á sér stað í félagaformi. Oft getur verið erfitt að finna hinn seka einstakling eða sanna á hann sök. Einn- ig geta fyrirtæki, sem kunna að njóta hagnaðar af broti starfsmanns, séð sér hag í því að losa sig við hann og ráða nýjan í staðinn. Yfirleitt reynist erfitt að sanna sök á yfirmenn hans. Refsivörslu- kerfið getur því orðið harla varnarlaust, ef ekki má koma við refsi- 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.