Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 25
er vandstikað og hugsanlega eitthvað mismunandi eftir brotategund- um. Almennt eru gerðar meiri kröfur til gáleysis í refsirétti en skaða- bótarétti. Löngum má halda því fram, að með meiri varúð eða virkara eftirliti fyrirsvarsmanna hefði mátt afstýra brotum og komast hjá tjóni. Augljóst er, að refsiábyrgð nær ekki til ófyrirsjáanlegs tjóns eða atvika, sem ógerlegt var að afstýra, en refsiábyrgð á athafnaleysi verður að takmarka enn frekar, þannig að vanræksla styðjist við ein- hver sérstök áþreifanleg atriði, er varða eðlilegar stjórnunarskyldur f yrirsvarsmanna.2 4 Refsiábyrgð fyrirsvarsmanna á saknæmu athafnaleysi byggist stund- um á skráðum réttarheimildum um eftirlitsskyldur, lögum og stjórn- sýslufyrirmælum. Er ábyrgðargi’undvöllurinn yfirleitt gleggri þar en endranær. 1 52. gr. hlutafélagalaga nr. 32/1978 segir m.a., að félags- stjórn fari með málefni félagsins og skuli annast um, að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Enn fremur segir, að félagsstjórn skuli annast um, að nægilegt eftirlit sé haft með bók- haldi og meðferð fjármuna félagsins. Svipaðar skyldur hvíla á fram- kvæmdastjóra um bókhald og meðferð fjármuna. 1 eldri hlutafélaga- lögum nr. 77/1921 var efnislega hliðstætt ákvæði í 32. gr., sem alloft reyndi á í dómsmálum („umsjón með rekstri atvinnunnar"). H 1947:81. Eiginkona stjórnarformanns í hlutafélagi sat í stjórn þess sem meðstjórnandi. Hún tók mjög lítinn þátt í störfum þess og virðist hafa verið alveg ókunnug sakarefninu, þ.e. meint- um brotum gegn verðlags- og gjaldeyrislöggjöf. Ákærða var sýkn- uð í héraði, en sakfelld í Hæstarétti með svofelldum rökum: „Ákærða E. var ein af stjórnarmönnum h/f G. Verður að gera þær kröfur til hennar, að hún aflaði sér vitneskju um rekstur félagsins í höfuðdráttum. Átti henni því að vera kunnugt um verðlagsbrot félagsins, sem framið hafði verið að staðaldri um langan tíma. Verður þess vegna að telja, að hún hafi gerzt brot- leg við sömu lagaákvæði og hinir samákærðu ... “. H 1948:106. Þrír stjórnarmenn í hlutafélagi, einn þeirra stjórnar- formaður og framkvæmdastj óri, voru ákærðir fyrir brot gegn gjaldeyris- og verðlagslöggjöf. Meðstjórnendur voru eiginkona og mágur stjórnarformannsins. Ólöglegur innflutningur var ekki ræddur á stjórnarfundi, og meðstjórnendur réðu engu um hann. Annað þeirra hafði aldrei setið stjórnarfund og hitt eigi um eins 24 Knud Waaben: Det objektive b0deansvar. Ugeskrift for Retsvæsen 1986 B, bls. 292—294. 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.