Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 56
lag umræddrar reglu setji það skilyrði fyrir heimild til munnlegrar arfleiðslu, að aðstæður arfleiðanda þurfi að vera með þeim hætti, að hann megi með réttu telja sér ófært að standa að skriflegri arfleiðslu eftir almennum reglum4. Munurinn í þessum efnum milli fyrrgreindrar danskrar lagareglu annars vegar og þeirrar íslensku hins vegar felst samkvæmt framan- sögðu í orðum hinnar fyrrnefndu, að arfleiðandi þurfi að vera „for- hindret i at oprette testamente“ eftir almennum reglum, sem ekki er beinlínis nefnt í 1. mgr. 44. gr. EL. Hér má þó spyrja hvort þessi orða- lagsmunur feli í reynd í sér efnislegan mun á skilyrðum fyrir munn- legri arfleiðslu. 1 þessu sambandi má hafa nokkra hliðsjón af því, að eldra ákvæði dansks réttar um þetta efni, í 25. gr. erfðatilskipunar fyrir Danmörku 21. maí 1845, sem var efnislega samhljóða fyrr- greindri reglu 24. gr. íslensku erfðatilskipunarinnar, virðist nánast hafa verið skýrt á þann veg, að munnleg arfleiðsla kæmi aðeins til greina í tilvikum, þar sem ekki væri unnt að koma því við að gera erfðaskrá eftir almennum reglum5. Verður að ætla af því, sem áður hefur verið minnst á, að slík skýring eigi sér talsverð rök, og gæti hún fyllilega átt við um reglu 1. mgr. 44. gr. EL. Af þeirri dómsúrlausn, sem hér er til umfjöllunar, verður ekki ráðið hvort varnaraðiljar málsins hafi haldið því fram að heimild hafi brost- ið til munnlegrar arfleiðslu sökum þess, að kostur hafi verið á að gera skriflega erfðaskrá með þeim hætti að skrá arfleiðsluna eftir fyrirsögn arfleiðandans og afla síðan munnlegrar staðfestingar á texta hennar. Þá verður heldur ekki ráðið af henni hvort veikindi arfleið- andans hafi verið með þeim hætti, að hann hafi með réttu mátt telja ófært að slá arfleiðslunni á frest, til dæmis meðan vottar öfluðu skrif- færa til að skrá hana eftir fyrirsögn hans. Athyglisvert er hins vegar, að héraðsdómari byggir í úrlausn sinni meðal annars á því, að það sé ekki skilyrði fyrir munnlegri arfleiðslu í íslenskum lögum, að „arf- láta hafi eigi verið unnt (været forhindret i) að gera skriflega erfða- skrá“, eins og segir í úrskurðinum. Ekki er vikið að þessu atriði í dómi Hæstaréttar og verður því þannig tæpast slegið föstu að afdráttar- laust dómafordæmi sé fengið um hvort umrætt skilyrði gildi að íslensk- um rétti eða ekki. 4 Sbr. t.d. Torbcn Svenné-Schmidt o.fl., Arverct (1985), bls. 112, og Jörgen N0rgaard, Nogle bemærkinger om holografiske testamenter, UfR 1974 B. bls. 124 o.áfr. 5 Sbr. t.d. J. H. Deuntzer, Den danske Areret (1897), bls. 82. 254
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.