Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 12
tjóni, þau byggjast á sérstakri viðskiptaþekkingu hinna brotlegu og eru framin af kaupsýslumönnum við framkvæmd starfa þeirra eða sérstakra verkefna.4 Um c. Efnahagsbrot leiða eðli máls samkvæmt til ólögmæts hagn- aðar eða sparnaðar, beint eða óbeint, fyrir hinn brotlega eða lögaðila, sem hann starfar fyrir. 1 íslenskum og norrænum rétti er farið var- lega í að telja til efnahagsbrota ýmiss konar röskun á öðrum hags- munum en fjármunum (t.d. lífi eða heilsu), þótt slík brot megi rekja til refsiverðrar vanrækslu í starfsemi fyrirtækja. öðru máli gegnir um hugtakið „business crimes“ í bandarískum rétti.5 Brot gegn vinnu- vernd, mengunarbrot og önnur umhverfisbrot, er m.a. geta leitt til heilsutjóns, eru þó að jafnaði talin til efnahagsbrota, einnig á vett- vangi Evrópuráðsins.6 Um d. Eitt mikilvægasta aðgreiningaratriði hugtaksins eru tengsl efnahagsbrota við annars löglega atvinnustarfsemi, t.d. skipuleg skatta- og bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis. Eftir atvikum fellur og undir þetta starfsemi, sem látin er líta út sem lögleg.7 Utan skilgreiningar- innar fellur hins vegar ýmiss konar starfsemi, sem er ólögleg frá rótum og refsiverð sem slík. Er þar oft um grónar brotategundir að ræða í formi skipulegrar glæpastarfsemi, t.d. fjárhættuspil, hvít þræla- sala, fíkniefnaviðskipti, vopnasala og verslun með þýfi. Hugtakið er ekki heldur notað um einstaklinga, sem drýgja auðgunarbrot eða önn- ur hagnaðarbrot í starfi sínu hjá öðrum, t.d. opinber starfsmaður, sem dregur sér fé eða þiggur mútur (hvítflibbabrot). Viðurkenna ber, að þótt ofangreinda skilgreiningu megi leggja til grundvallar í íslenskum og norrænum rétti og umræðum um refsi- pólitík, eru mjög skiptar skoðanir um inntak og gagnsemi hugtaks- ins. í dönsku áliti um baráttu gegn efnahagsbrotum er bent á, að hug- takið efnahagsbrot sé stundum notað í svo rúmri merkingu, að það taki til allra hagnaðarbrota. Svo víðtæk skilgreining sé aftur á móti óheppileg, ef hugtakið á að koma að einhverju gagni við afmörkun 4 Economic Crime. Evrópuráðið 1981, bls. 11—12. 5 Kadish, Schulhofer og Paulsen: Criminal Law and Its Processes 1983, bls. 987 og áfr. 6 Economic Crime. Evrópuráðið 1981, bls. 11—12. — Madeleine Löfmarck dregur í efa, að heppilegt sé að flokka vinnuverndarbrot undir efnahagsbrot, þar sem slík brot þurfi ekki að vera drýgð í hagnaðarskyni, sbr. Ekonomisk brottslighet i Sverige: Skattebrotts- ligheten i fokus. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1982, bls. 161. 7 Jprgen Jepsen: Indledning. 0konomisk kriminalitet — en antologi (ritstj. J0rgen Jepsen) 1980, bls. 18-21. 210

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.