Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 31
nr. 45/1987, þar sem um hugtakið lögaðila er vísað bæði til söluskatts- laga og laga um tekju- og eignarskatt. Almennt gætu einstaklings- fyrirtæki og sameignarfélög orðið refsiábyrg sem lögaðilar, sbr. þó t.d. 3. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 2. gr. 1. 75/1981 (aðeins skattskylt sameignarfélag getur orðið lögaðili samkvæmt lögunum). Um sam- eignarfélög eru annars skiptar skoðanir meðal fræðimanna.30 Það skiptir þó ekki sköpum, ef refsiábyrgð er valkvæð. 1 sumum ákvæðun- um eru taldir upp lögaðilar í dæmaskyni með fyrirvara um aðra lög- aðila, sbr. 5. mgr. 107. gr. 1. 75/1981. í athugasemdum með 28. gr. 1. 32/1986 segir, að með lögaðila sé átt við stofnanir, félög (atvinnu- fyrirtæki og önnur félög) og sjóði, sbr. 2. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Tilvísun til 2. gr. skattalaga þrengir hug- takið um of og gæti vafalítið haft áhrif á skýringu þess í dómsmáli. 1 jafnréttislögunum nr. 65/1985 er í 19. gr. einungis miðað við „félög, fyrirtæki og stofnanir“. 1 greinargerð kemur fram, að brot varði oft rekstur fyrirtækja eða stofnana. Mun það ná jafnt til opinberra stofn- ana sem fyrirtækja á vegum einkaaðila. I 4. mgr. 28. gr. 1. 39/1985 er hópurinn enn þrengri, þ.e. „hlutafélag, samvinnufélag eða annað atvinnufyrirtæki“. Ákvæði 3. mgr. 54. gr. höfundalaga nr. 73/1972 heimilar að dæma sekt á hendur „félagi eða öðru fyrirtæki". Einnig þetta orðalag bendir til einhvers konar atvinnustarfsemi. Hæpið er, að tvö síðustu ákvæðin taki til opinberra stofnana, en e.t.v. til opin- berra fyrirtækja, sem sambærileg eru fyrirtækjum einkaaðila. Þrengsta merkingu hefur hugtakið „aðili“ í 1. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur, þ.e. stéttarfélög og samtök atvinnurekenda. Af þessu leiðir, að kanna verður hvert refsiákvæði með tilliti til þess, hvaða aðilar geti orðið refsiábyrgir. 3) Sök fyrirsvarsmanns (starfsmanns) sem skilyrði refsiábyrgðar. Yfirleitt er áskilið í ákvæðum um refsiábyrgð lögaðila, að sönnuð sé sök fyrirsvarsmanns eða starfsmanns. Slíkur áskilnaður er í ofan- greindri skrá yfir refsiákvæði nr. 2, 4, 5, 10 og 11. 1 öllum þessum dæmum er sök fyrirsvarsmanns áskilin. 1 ákvæðum nr. 3, 6 og 7 er ekkert tekið fram um sök fyrirsvarsmanns (eða starfsmanns). Verður að skýra þessi ákvæði svo, að staðreyna þurfi sekt slíks einstaklings. Að líkindum nægir þannig saknæmt brot hvaða starfsmanns sem er, og jafnvel endurskoðanda eða lögmanns, skv. 3. mgr. 54. gr. höfunda- laga („brot framið á vegum félags ... “), sbr. einnig 2. mgr. 19. gr. 1. 65/1985. Þess verður vitanlega að krefjast, að brot fyrirsvarsmanns __________ . i i i 1 a.vsi 30 Sysette Vinding Kruse: Erhvervslivets kriminalitet. Khöfn 1983, bls. 507. 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.