Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 65
að betur hefði tekist til í ár en í fyrra, e.t.v. vegna þess að umræðuefnið nú var betur til þess fallið að ræða það og brjóta til mergjar í starfshópum. Stjórnarfundir á árinu voru alls 11 talsins. Auk þess var að venju unnið mikið starf á milli funda, þ.á m. af nefnd þeirri, sem undirbjó málþingið, undir forystu Garðars Gíslasonar, varaformanns félagsins. Á starfsárinu tók stjórnin þá ákvörðun að ráða framkvæmdastjóra til félags- ins. Hlutverk framkvæmdastjórans er fyrst og fremst að sjá um afgreiðslu og fjármál Tímarits lögfræðinga, í samráði við framkvæmdastjóra tímaritsins, en jafnframt að aðstoða stjórnina við störf hennar, eftir þvl sem tilefni gefst. Var Sigrlður Logadóttir, fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu, ráðin framkvæmda- stjóri félagsins, og tók hún til starfa 1. september sl. Jafnframt lét Gunnar Valvesson af störfum sem afgreiðslumaður Tímarits lögfræðinga. Bindur stjórnin miklar vonir við að hinn nýi framkvæmdastjóri geti eflt fjárhag Tíma- rits lögfræðinga og félagsins sjálfs, ekki veitir af. Lögfræðingafélagið hefur nú, með tilkomu framkvæmdastjóra, opnað skrif- stofu í húsnæði Lögmannafélags íslands að Álftamýri 9, hér í borg. Hefur framkvæmdastjóri þar fastan viðtalstíma á miðvikudögum kl. 11:30 til 14 auk þess sem hægt er að koma skilaboðum á framfæri gegnum símsvara, en sími skrifstofunnar er 68 08 87. Stjórn Lögmannafélagsins lætur í té án endurgjalds skrifstofuaðstöðu þessa, svo og geymslu fyrir gömul hefti af Tímariti lögfræðinga. Er Lögmannafélaginu hér með þakkaður þessi ómetan- legi stuðningur við félagið. Stjórnin hefur sem fyrr unnið að endurskoðun félagaskrár. Eru nú u.þ.b. 840 lögfræðingar félagar í Lögfræðingafélaginu. Gera verður gangskör að því að félagar greiði félagsgjöld sín, en nokkuð hefur borið á því að það hafi farist fyrir. Ég undirritaður hef sem formaður félagsins átt sæti í aðalstjórn Bandalags Háskólamanna. Hef ég þar tekið þátt í umræðum um framtíð BHM, en það verður að segja eins og er að hún er all-óviss, eftir að bandalagið hætti af- skiptum af launa- og kjaramálum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Á vænt- anlegu þingi BHM, sem haldið verður í næsta mánuði, verður fjallað um framtíð bandalagsins og er æskilegt að fulltrúar lögfræðinga á þinginu taki þátt í þeirri umræðu. í stjórn félagsins var sem oftar áður fjallað um menntun lögfræðinga. Hafði stjórnin samvinnu við Háskóla [slands um endurmenntun lögfræðinga og verður m.a. haldið á næstunni námskeið í vinnurétti á vegum Háskólans, Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélagsins. Stjórnin hefur einnig látið sig varða laganám við Háskólann, sbr. ráðstefnu þá sem haldin var um framtíð laganáms og gerð var grein fyrir hér að framan. Er full ástæða til þess fyrir félagið að hyggja enn frekar að laganáminu, svo mikilvægt sem það er fyrir okkur lögfræðinga. Samstarf innan stjórnarinnar hefur verið með allra besta móti á starfsárinu. Þar eð ég undirritaður gef ekki kost á mér til endurkjörs í stjórnina að þessu sinni, leyfi ég mér að þakka samstarfsmönnum mínum fyrir samvinnuna og ágæt störf þeirra f þágu félagsins. Jafnframt vil ég nota þetta tækifæri til þess að óska viðtakandi stjórn félagsins og félaginu sjálfu alls hins besta f framtfðinni. Eiríkur Tómasson 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.