Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 28
ákvæðum er hin hlutræna refsiábyrgð eingöngu til vara, ef hinn seki finnst ekki eða sök sannast ekki. 1 15. gr., sbr. 14. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956 eru mjög sér- stæðar reglur um ákveðna röð ábyrgðarmanna á efni blaða og tíma- rita, þar sem hver ábyrgðarmaður útilokar annan (höfundur — útgef- andi eða ritstjóri — sölu- eða dreifingaraðili — prentari). 1 staðinn fyrir þessa „lóðréttu“ ábyrgðarröð í prentlögum er aftur á móti „lá- rétt“ ábyrgðardreifing í útvarpslögum nr. 68/1985, 35. og 36. gr. Refsiábyrgð er þar bundin við þá, sem taldir eru upp í 35. gr„ hvern á sínu sviði (flytjandi — stjórnandi útsendingar — auglýsandi). Út- varpsstjóri ber ábyrgð á öllu efni, sem ekki er sérstaklega tiltekið á ábyrgð annarra. Reglur prentlaga og útvarpslaga gilda án tillits til þess, hvort aðrir starfsmenn eiga sök á broti. 2) öfug sönnunarbyrði. Nokkur refsiákvæði finnast í íslenskri lög- gjöf, þar sem sönnunarbyrðin (sönnun eða líkur) er lögð á sökunaut. Eðlisskyldar eru sérstakar sakarlíkindareglur. Einkum eru hinar fyrr- nefndu varhugaverðar og hæpnar með hliðsjón af alþjóðasamningum um mannréttindi, sem ísland er aðili að, sbr. 6. gr. Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóv. 1950, sbr. augl. nr. 11/1954, og 14. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi frá 19. des. 1966, sbr. augl. nr. 10/1979. Sem dæmi má nefna þessi ákvæði tollalaga nr. 55/1987: 1. mgr. 126. gr. (sönnun um, að hvorki skýrslugjafa sjálfum né þeim, sem kemur fram fyrir hans hönd, sé um að kenna), 2. mgr. 128. gr. (gert sennilegt, að brot ábyrgðarmanns sé ekki vanrækslu hans eða starfsfólks hans að kenna, hann tilkynni tollgæslunni um brotið þegar í stað og geri nauð- synlegar ráðstafanir til varnar því, að hin innsiglaða vara verði fjar- lægð eða ástandi hennar breytt). Þekktast er þó ákvæði 19. gr. áfengislaga nr. 82/1969 um vörsluvín í bifreiðum. Samkvæmt henni skal refsa eiganda áfengis eins og hann væri sekur um ólöglega áfengis- sölu, nema leiddar séu að því sterkar líkur, að áfengið sé ekki ætlað til sölu. Ákvæði þetta bitnar í reynd, eins og kunnugt er, fyrst og fremst á leigubifreiðastj órum. Aðaldæmið um hreina sakarlíkindareglu er ákvæði 45. gr. umferðar- laga nr. 50/1987 um, að tiltekið vínandamagn í blóði ökumanns leiði til þess, að hann teljist ekki geta stjórnað ökutæki örugglega eða telj- ist óhæfur til aksturs. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.