Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 26
árs skeið, enda erlendis um tíma, m.a. þegar skeytin um innflutn- inginn fóru milli félagsins og verksmiðjanna. Voru meðstjórn- endur sýknaðir bæði í héraði og Hæstarétti, í hinum síðari með þeim viðbótarrökstuðningi, að ósannað væri, að meðstjórnendunum hafi verið kunnugt um innflutninginn, og „þar sem ekki er fram komið, að þau F. og G. hafi átt færi á því að vita um þær tvær pantanir, sem hér er um að tefla, og þar með átt þess kost að skerast í leikinn og hindra innflutninginn, þá ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms, að því er þau varðar.“ Þessir tveir dómar gefa allgóða mynd af afstöðu íslensks réttar várðandi eftirlitsskyldur og refsiábyrgð stj órnarmanna í hlutafélög- um. Samanburður á dómunum sýnir, að stjórnarmönnum ber að afla sér vitneskju um rekstur félags í megindráttum í samræmi.við almennt hlutverk stjórnar. Jafnframt má ætlast til, að stjórnarmönnum sé kunnugt (eigi að vera kunnugt) um ólöglega viðskiptahætti, sem tíðk- aðir hafa verið að staðaldri um langt skeið, sbr. einnig H 1963:674 (678, 757—758). Geri þeir það ekki, er um saknæman eftirlitsskort að ræða (gáleysi), sbr. einnig H 1988:286 (ásetningsbrot). Af þessu leiðir, að stjórnarmönnum hlýtur að vera skylt að koma reglulega á stjórnarfundi, ef þeir hafa ekki lögleg forföll, og taka þátt í störfum stjórnar.25 Með stjórnarsetu taka þeir á sig ákveðnar skyldur og ábyrgð. Stjórnarmenn geta ekki firrt sig eða afsalað sér þeirri ábyrgð eða lýst sig óhæfa til stjórnarstarfa, nema þeir séu vanhæfir að lög- um. Það skiptir yfirleitt ekki máli um ábyrgðina, þótt maður sé reynslulaus, hafi ekki verið hafður með í ráðum eða hann skorti þekk- ingu. Það getur reyndar verið gáleysi að taka kosningu í stjórn án þess að hafa nokkra burði til þess. H 1963:674 (678). í forsendum Hæstaréttar segir svo um þetta atriði: „Verður því að gera þær kröfur til þeirra, að þeir hefðu eftirlit með rekstri félaganna í meginefnum. Hinn ólöglegi inn- flutningur fór fram að staðaldri um langan tíma. Er því sýnt, að skort hefur á eftirlit af þeirra hendi.“ Athafnaleysisbrot þessi voru felld undir ákvæði laga um ólöglegan innflutning (óbeint athafnaleysi). Stjórnarmenn voru hér refsiábyrgir ásamt fram- kvæmdastjóra. Sé um einstaka ólöglega ráðstöfun að ræða eða skammvinnt ólög- mætt ástand, er ekki á sama hátt unnt að ætlast til, að öllum stjórnar- 25 Stefán Már Stefánsson: Hlutafélög — Réttarreglur. Rvík 1985, bls. 142. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.