Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 53
1984, eða 16 dögum eftir að hinn munnlegi arfleiðslugerningur var gerður. Hér ber þó að hafa í huga, að votturinn (I) hjúkrun- arfræðingur skráði í vaktbók sína innan hálftíma frá því að arf- leiðslan var sögð fram, að (B) heitinn hefði gert munnlega erfða- skrá, og votturinn (S) læknir skráði arfleiðsluna, sem var ein- föld í sniðum, orðrétt í minnisbók sína næsta morgun, auk þess sem hann bókaði í læknaskýrslu við daginn 13. ágúst, að (B) heit- inn hefði gert munnlega erfðaskrá kl. 23:55 hinn 12. ágúst. Þeg- ar tekið er tillit til þessara sérstöku aðstæðna, verður að fallast á það með héraðsdómara, að dráttur sá, sem varð á skrásetningu arfleiðsluvottorðsins, valdi ekki ógildingu erfðaskrárinnar." Þá segir í dómi Hæstaréttar, að telja verði sannað að B hafi verið hæfur til að gera erfðaskrána á þeim tíma, sem hann gerði hana, og að ekkert sé komið fram sem bendi til að B hafi viljað ráðstafa eign- um sínum með öðrum hætti en hann gerði í munnlegu arfleiðslunni. Var niðurstaða héraðsdómara staðfest. Nú verður fjallað sérstaklega um þau þrjú atriði varðandi dóms- úrlausn þessa, sem nefnd voru hér í upphafi að hafi meðal annarra komið við sögu. Verður umfjöllunin með öllu bundin við þau, þótt ýmis önnur athyglisverð atriði, sem ef til vill væri vert að huga nánar að, komi einnig fram í málinu. 1. Er það skilyrði fyrir heimild 1. mgr. 44. gr. EL, að arfleiðandi eigi þess ekki kost að gera erfðaskrá með öðrum hætti en munnlega? I 44. gr. EL er ekki kveðið á um hvort það sé skilyrði fyrir að heim- ildar ákvæðisins verði neytt, að arfleiðandi eigi þess ekki kost að gera skriflega erfðaskrá, og er heldur ekki vikið að þessu í greinargerð með frumvarpi, sem varð að EL 1962. Þar segir hins vegar að ákvæði þetta sé sama efnis og 28. gr. þágildandi erfðalaga nr. 42/1949, en skilyrði þeirrar reglu fyrir munnlegri arfleiðslu voru svohljóðandi: „Verði maður snögglega og hættulega veikur, eða lendi í bráðri hættu og vilji gera erfðaskrá, má víkja frá þeirri reglu, að erfða- skráin sé skrifleg. Má arfleiðslan þá fara fram munnlega fyrir tveimur tilkvöddum vottum. Þeir skulu skrásetja efni erfðaskrár- innar undireins og þeir geta komið því við og staðfesta með undir- skrift sinni... “ 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.