Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 38
1.2 Alþjóðlegt umhverfi Verulegur hluti flutninga fer fram milli tveggja eða fleiri landa. Aðilar að flutningasamningum og aðrir aðilar er tengjast alþjóðlegri verslun, eins og bankar og tryggingafélög, eru af mismunandi þjóð- erni. Undir slíkum kringumstæðum er lagasamræming milli sem flestra ríkja nauðsynleg til þess að tryggja að réttur aðilja ráðist ekki af því hvaða lög gilda um flutningasamninginn né hvaða dómstóll dæmir um ágreining vegna hans. Að öðrum kosti kynni að skapast réttaróvissa fyrir þessa aðilja sem leiddi til óþarfa fjárútláta eins og vátryggingar yfir verði, einhverra hötuðustu útgjalda í alþjóðlegri verslun og/eða kostnaðarsamra málaferla til að skera úr um réttarstöðu aðilja í hin- um mismunandi þjóðlöndum. Dæmi um slíkt var ástandið í alþjóðlegum sjóflutningum fyrir daga Haag-reglnanna. 1 flestum farmskírteinum voru svonefnd „exclusive" ákvæði þar sem sagði að skipseigendur bæru undir engum kringum- stæðum ábyrgð á skemmdum eða vöntun á farmi þar með taldar þeirra eigin yfirsjónir eða vanræksla. Bandaríkis dómstólar dæmdu þessi ákvæði marklaus þar sem þau væru andstæð „public policy“, en dóm- stólar í Evrópu töldu aftur á móti að slík ákvæði fengju staðist. Ábyrgð framflytj enda var því undir því komin hvar málið var dæmt eða hvaða lög giltu um farmsamninginn. Farmeigendur (handhafar farmskírteina) urðu því að gera ráð fyrir báðum möguleikunum í tryggingum sínum. Þetta skapaði einnig óhagræði fyrir banka og tryggingafélög, en þessir aðilar þrýstu á svo að lokum voru reglur um sjóflutninga með farmskírteinum samræmdar með Haag-reglunum 1921. Alþjóðlegri verslun er lífsnauðsyn á sem víðtækastri réttareiningu milli ríkja til að tryggja að viðskipti geti gengið fyrir sig hratt og örugglega. Markmiðið um réttareiningu endurspeglast vel í helstu réttarheimildum flutningaréttarins. Þar er fyrst að nefna alþjóðlega sáttmála þar sem reynt er að ná réttareiningu með aðstoð ríkisvalds- ins, þ.e. með löggjöf. Afskipti ríkisvaldsins þjóna einnig þeim til- gangi að tryggja sendanda og viðtakanda farms ákveðin réttindi í sam- skiptum við farmflytj endur, en þeir fyrrnefndu hafa alla jafna veik- ari samningsaðstöðu en þeir síðarnefndu. 1 öðru lagi semja alþjóða- samtök hagsmunaaðilja skilmála sem síðar verða hluti af flutninga- samningunum. Venjur gegna mikilvægu hlutverki í flutningum sem og í öðrum greinum verslunarréttar. Sumar þeirra hafa gildi um heim allan, t.d. farmskírteini sem „document of title“. Oft á tíðum hafa venjur þessar síðar verið teknar að efni til upp í alþjóðasáttmála og 236

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.