Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 46
borgarreglunum er ekki notast við orðfæri enskra farmskírteina frá 19. öld. Orðalagið er almennt svipað og í land- og loftflutningasamning- unum. Ástæða þessara breytinga er, eins og áður greinir, það mark- mið að samræma reglur um sjóflutninga reglum um aðrar flutnings- aðferðir. Það ber einnig að hafa í huga að Hamborgarreglurnar eru samdar á 6 tungumálum. Mun auðveldara er að samræma orðalag allra textanna þegar þeir eru ritaðir á almennu orðalagi en þegar notuð eru sérstök hugtök sem aðeins eru til í einu tungumáli en ekki öðrum. Auk þess kann það að valda nokkrum vafa hvort ætlunin hafi verið að nota hugtök í sáttmálanum í sömu merkingu og þekkist í þeim réttar- kerfum sem nota viðkomandi tungumál, hvað þá ef það er til þar í tveimur eða fleiri merkingum. 2.1.4 Efni sáttmálanna Sáttmálum um alþjóðlega flutninga er ætlað það hlutverk að sam- ræma vissa þætti í skiptum aðilja í farmflutningssamningum. Þeir fjalla því fyrst og fremst um einkaréttarleg málefni sem aðildar- ríkjunum er ætlað að samræma með því að veita sáttmálunum laga- gildi. Allir ofangreindir sáttmálar, að Genfarsáttmálanum undanskildum, hafa ekki efnislega önnur ákvæði að geyma en þau sem fjalla um sam- skipti aðilja sjálfs farmsamningsins. 1 Genfarsamningnum eru auk þess óskyld ákvæði um samskipti þróaðra og vanþróaðra ríkja í „multi- modal“ flutningum. Aðildarríki heita því m.a. að taka tillit til sér- stakra hagsmuna og vandamála þróunarríkjanna í „multimodal" flutn- ingum. Aðildarríkin fallast ennfremur á að hlutdeild þróaðra og van- þróaðra ríkja í slíkum flutningum skuli vera sanngjörn. Mörg þróunarríki hafa verið andsnúin Genfarsamningnum vegna þessara ákvæða. Þau álíta að sáttmáli með samræmdum reglum um flutningasamninga eigi ekki að geyma allsendis óskyld ákvæði um efna- hagsleg markmið. Það verði að gera með sérstökum sáttmála. Ríki sem gerðist aðili að Genfarsamningnum taki á sig þá skuldbindingu að þjóðarétti að frjáls viðskipti um „multimodal“ flutninga á yfirráða- svæði þeirra verði skipt á „sanngjarnan" hátt á milli aðilja frá þró- uðum og vanþróuðum þjóðum. Það sé ótækt að ríki taki á sig slíka al- menna skuldbindingu og því sé vonlaust fyrir þau að gerast aðiljar að Genfarsamningnum. Ákvæði sáttmálanna eru ekki eins efnislega. Þeir hafa allir ákvæði um gildissvið sitt, ábyrgð farmflytj enda, takmörk og tímamörk ábyrgð- ar, réttarstöðu starfsmanna farmflytjenda og skyldur sendanda. Þeir 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.