Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 57
2. Afmörkun á því skilyrði 1. mgr. 44. gr. EL, að arfleiðandi hafi orðið „skyndilega og hættulega sjúkur“. Ef litið er til orðalags heimilda til niunnlegrar arfleiðslu í 28. gr. laga nr. 42/1949 og 24. gr. erfðatilskipunar 1850, sem kemur fram hér á undan, má sjá að skilyrði 1. mgr. 44. gr. EL um að arfleiðandi hafi orðið skyndilega og hættulega sjúkur eru ekki ný af nálinni (í um- ræddum eldri fyrirmælum segir „snögglega og hættulega veikur“). Þessi ummæli hafa ekki verið skýrð sérstaklega í lögskýringargögnum, en ganga má út frá að þau atvik, sem hér gætu helst átt undir, væru á þann veg að sjúkdóm beri mjög snögglega að og að hann muni sýni- lega draga arfleiðanda til bana á svo skömmum tíma, að ekki verði komið við að skrá arfleiðslu. Heimild 1. mgr. 44. gr. EL hefur þó ekki verið talin bundin við slík „óvænt sjúkdómstilvik, svo sem sjá má af eftirfarandi danskri dómsúrlausn, en hún tók mið af orðalagi þágild- andi danskrar reglu í 25. gr. erfðatilskipunar frá 1845, sem var efnis- lega hið sama og í 1. mgr. 44. gr. EL: UfR 1948/1074: öldruð kona var lögð inn á sjúkrahús þann 20. mars 1946 vegna lungnablæðinga og innan fárra daga fékk hún lungnabólgu að auki. Hún var þó ekki talin í lífshættu fyrr en veikindi hennar ágerðust skyndilega um miðjan dag 12. apríl 1946. Að ósk hennar var þá kvaddur til lögmaður til að veita henni aðstoð við gerð erfðaskrár. Fékk lögmaðurinn notarii í lið með sér og lýsti konan arfleiðsluvilja sínum að þeim og sjúkrahús- presti viðstöddum. Lögmaðurinn ritaði hjá sér minnisatriði um orð hennar og vék síðan frá til að rita texta erfðaskrár. Konan lést klukkustundu síðar, áður en því verki var lokið, og rituðu umræddir menn í beinu framhaldi undir texta erfðaskrárinnar að hann væri í samræmi við munnlega arfleiðslu, sem þeir hafi hlýtt á. Ágreiningur reis um gildi þessarar ráðstöfunar og tók héraðs- dómur til greina þau viðhorf þeirra, sem vefengdu gildi hennar, að hér hefði ekki verið um endanlega yfirlýstan arfleiðsluvilja að ræða, heldur einungis tjáningu konunnar um þau atriði, sem hún gæti hugsað sér að kæmu fram í skriflegri erfðaskrá hennar. Minnihluti dómenda í landsrétti staðfesti þessa niðurstöðu með þeirri athugasemd, að jafnframt bæri að taka tillit til að hér hefði ekki verið um skyndileg veikindi að ræða. Meirihluti réttarins taldi hins vegar að um gilda munnlega arfleiðslu hefði verið að ræða, enda hefðu veikindi arfleiðandans versnað skyndilega 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.