Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 6
HAFSTEINN BALDVINSSON Eins og dagur fylgir nótt er það víst, að eitt sinn skal hver deyja. En hvenær það gerist, veit enginn. Rúmu ári fyrir andlát sitt vissi vinur minn, Hafsteinn Baldvinsson, hrl., að hann var haldinn banvænum sjúkdómi og að styttast tæki í ævilokin. Hann andaðist 23. nóvember 1988. Við samstúdentarnir frá MA 1948 höfðum sammælst um að fagna 40 ára stúdentsafmæl- inu við slit gamla skólans okkar 17. júnf s.l. í hópi þeirra mörgu, sem mættu, var Hafsteinn og kona hans Sigríður Ásgeirsdóttir, hdl. Ekkert okkar afmælisstúdentanna grunaði þá, að Haf- steinn og þau hjón bæði vissu, hverjum hel- greipum sjúkdómurinn hafði þá þegar gripið Hafstein. Hann var sem fyrrum hrókur alls fagn- aðar, fyndinn og skemmtinn, hófsamur og hóg- vær. Sú var hetjulund hans og einlæg trú, að á honum sá enginn, að hann vissi að lífsskeið hans var nær á enda runnið. Þannig var Hafsteinn, sönn hetja, hreinskiptinn drengskaparmaður, vinfastur og vinsæll. Hann var fæddur í Reykjavík 24. apríl 1927, yngstur fjögurra systkina, þeirra Halldórs stýrimanns f Hafnarfirði, Jóns Hauks loftskeytamanns í Reykja- vík og Gunnhildar Ástu húsfreyju í Reykjavík. Foreldrar þeirra voru hjónin Baldvin Halldórsson skipstjóri í Hafnarfirði og Helga Jónsdóttir. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1938 og áttu fagurt heimili að Brekkugötu 22. Hafsteinn ólst þar upp, en eftir nám í Flensborgarskóla lagði hann land undir fót og settist í þriðja bekk MA, sem þá var sex vetra skóli. Þar hófust kynni okkar Hafsteins. Við vorum saman í bekk og herbergisfélagar á Suðurvistum í gamla skóla- húsi MA. Að afloknu stúdentsprófi innrituðumst við í lagadeild Háskóla íslands haustið 1948 og lukum námi samtímis í september 1953. Hafsteinn stundaði nám sitt ávallt af áhuga og samviskusemi. Hann tók virkan þátt í fjölbreyti- legu félagslífi bæði í MA og í Háskólanum. Hann var ákaflega fjölhæfur maður. Söngur hans og glaðværð hljómar enn í eyrum okkar skólafélaga hans. Hann hafði mikinn áhuga á leiklist, átti ríkan þátt f uppfærslu leikrita f MA og lék þar stundum sjálfur aðalhlutverkið. íþróttamaður var hann góður og þótti ómissandi í keppnisliði MA í handknattleik og blaki. Vormánuðirnir 1950 voru Hafsteini þungir í skauti. í aprflmánuði lést Bald- vin faðir hans og hálfum öðrum mánuði síðar fylgdi hann Helgu móður sinni til grafar. Þetta vor lásum við Hafsteinn undir fyrrihlutapróf í lögfræði og þrátt fyrir þessi áföll lauk Hafsteinn þeim prófum með engu síðri árangri en við hinir, sem þreyttum þessi próf. 204

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.