Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 59
Umrætt gildisskilyrði munnlegrar arfleiðslu er sýnilega matskennt og er örðugt að setja fram almenna reglu um beitingu þess. Bent hefur verið á að þau augljósu rök búi að baki reglunni, að tryggja verði að skrásetning efnis arfleiðslu sé í alla staði rétt og engu skeiki og að hún fari fram meðan það er vottum enn í fersku minni, en af sjálfgefnum ástæðum sé ekki unnt að mæta þessum þörfum, ef töf verður á skjalfestingu0. 1 þessu ljósi þarf tæplega að fara mörgum orð- um um það, að öruggast sé og æskilegast að skráning eigi sér stað nánast hiklaust eftir að arfleiðslan hefur verið mælt fram. Tafir geta á hinn bóginn átt sér orsakir, sem ekki verður komist hjá, til dæmis ef munnlega arfleiðslan hefur farið fram við þær aðstæður, að vottar eigi ekki aðgang að skriffærum eða öðru því, sem notast mætti við til skráningar. Verður óhjákvæmilega að taka tillit til slíkra atriða og áskilja þá að vottar vinni þetta verk um leið og hindrun er úr vegi. Hins vegar geta atvik verið með þeim hætti, að vottar vanræki hrein- lega að skrásetja arfleiðslu um einhvern tíma, eftir að þeir hafa þó haft aðstæður til þess. Rís þá sú spurning í hverjum mæli slíkar tafir megi vera, án þess að þær hafi afgerandi afleiðingar fyrir gildi arf- leiðslunnar. Því hefur verið haldið fram að í þessum efnum verði að taka tillit til þess, hvort arfleiðsla hafi verið stutt og einföld að efni eða hvort hún hafi verið yfirgripsmikil, en við fyrrnefndu aðstæðurnar komi síður til þess, að arfleiðslu verði hrundið vegna þess, að ástæðu- lausar en óverulegar tafir hafi orðið á skráningu hennar10. Þetta hefur þó ekki verið talið réttlæta að skráning megi dragast meira en svo sem um einn dag eftir að aðstæður voru til hennar, auk þess að það mæli sérstaklega gegn umburðarlyndi í þessum efnum, ef arf- leiðandinn hefur lifað um einhvern tíma eftir arfleiðsluna en látist þó fyrir skráningu hennar* 11. I þessu sambandi má líta til eftirfarandi dansks dóms: UfR 1877/785 (dómur yfirréttar) og 1878/920 (dómur Hæsta- réttar): Síðla dags þann 12. mars 1875 hlýddu tveir menn á munnlega arfleiðslu alraðrar konu, sem hafði veikst skyndi- lega og lífshættulega, en arfleiðslan var aðeins þess efnis, að til- tekin stjúpdóttir konunnar ætti að verða einkaerfingi hennar. Arfleiðandinn lést þann 15. mars 1875, en síðar sama dag skráðu 9 Sbr. t.d. Árrnann Snævarr, Fvrirlestrar í íslenzkum erfðarctti, bls. 268—269, og J. H. Deuntzcr, Den danske Arveret (1897), bls. 82. 10 Sbr. t.d. Svend Danielsen, Arveloven (1973), bls. 199. 11 Sbr. Viggo Bentzon, Den danske Arveret (1921), bls. 88. 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.