Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 56
lag umræddrar reglu setji það skilyrði fyrir heimild til munnlegrar arfleiðslu, að aðstæður arfleiðanda þurfi að vera með þeim hætti, að hann megi með réttu telja sér ófært að standa að skriflegri arfleiðslu eftir almennum reglum4. Munurinn í þessum efnum milli fyrrgreindrar danskrar lagareglu annars vegar og þeirrar íslensku hins vegar felst samkvæmt framan- sögðu í orðum hinnar fyrrnefndu, að arfleiðandi þurfi að vera „for- hindret i at oprette testamente“ eftir almennum reglum, sem ekki er beinlínis nefnt í 1. mgr. 44. gr. EL. Hér má þó spyrja hvort þessi orða- lagsmunur feli í reynd í sér efnislegan mun á skilyrðum fyrir munn- legri arfleiðslu. 1 þessu sambandi má hafa nokkra hliðsjón af því, að eldra ákvæði dansks réttar um þetta efni, í 25. gr. erfðatilskipunar fyrir Danmörku 21. maí 1845, sem var efnislega samhljóða fyrr- greindri reglu 24. gr. íslensku erfðatilskipunarinnar, virðist nánast hafa verið skýrt á þann veg, að munnleg arfleiðsla kæmi aðeins til greina í tilvikum, þar sem ekki væri unnt að koma því við að gera erfðaskrá eftir almennum reglum5. Verður að ætla af því, sem áður hefur verið minnst á, að slík skýring eigi sér talsverð rök, og gæti hún fyllilega átt við um reglu 1. mgr. 44. gr. EL. Af þeirri dómsúrlausn, sem hér er til umfjöllunar, verður ekki ráðið hvort varnaraðiljar málsins hafi haldið því fram að heimild hafi brost- ið til munnlegrar arfleiðslu sökum þess, að kostur hafi verið á að gera skriflega erfðaskrá með þeim hætti að skrá arfleiðsluna eftir fyrirsögn arfleiðandans og afla síðan munnlegrar staðfestingar á texta hennar. Þá verður heldur ekki ráðið af henni hvort veikindi arfleið- andans hafi verið með þeim hætti, að hann hafi með réttu mátt telja ófært að slá arfleiðslunni á frest, til dæmis meðan vottar öfluðu skrif- færa til að skrá hana eftir fyrirsögn hans. Athyglisvert er hins vegar, að héraðsdómari byggir í úrlausn sinni meðal annars á því, að það sé ekki skilyrði fyrir munnlegri arfleiðslu í íslenskum lögum, að „arf- láta hafi eigi verið unnt (været forhindret i) að gera skriflega erfða- skrá“, eins og segir í úrskurðinum. Ekki er vikið að þessu atriði í dómi Hæstaréttar og verður því þannig tæpast slegið föstu að afdráttar- laust dómafordæmi sé fengið um hvort umrætt skilyrði gildi að íslensk- um rétti eða ekki. 4 Sbr. t.d. Torbcn Svenné-Schmidt o.fl., Arverct (1985), bls. 112, og Jörgen N0rgaard, Nogle bemærkinger om holografiske testamenter, UfR 1974 B. bls. 124 o.áfr. 5 Sbr. t.d. J. H. Deuntzer, Den danske Areret (1897), bls. 82. 254

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.