Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 10
upp þráðinn í hinni ágætu grein Stefáns M. Stefánssonar prófessors og leitast við að kanna, hvort verið geti að staða þjóðréttarsamninga, sem ekki hefur verið veitt lagagildi sérstaklega, sé mismunandi eftir efni samninga þessara. Verður í þessu samhengi litið á alþjóðlega mannréttindasamninga, sem ísland hefur fullgilt og reynt að leita svara við þeirri spurningu, hvort staða þeirra sé önnur og styrkari en annarra þjóðréttarsamninga og hver staða þeirra sé. Um viðfangsefni þetta hafa einkum fjallað þeir lögfræðingar, sem lagt hafa sig eftir þjóðarétti og stjórnskipunarrétti. Ég tel að þýðing alþjóðlegra mannréttindasamninga fari vaxandi, einnig í landsrétti, og því sé brýnt, að sem flestir lögfræðingar, hvort sem þeir fást við dómgæslu, stjórnsýslu eða lögmennsku, tileinki sér þetta svið Iögfræðinnar. 2. MANNRÉTTINDI OG ÞJÓÐARÉTTUR Mannréttindi voru viðfangsefni landsréttar til skamms tíma. Það er fyrst í lok síðari heimsstyrjaldar, að þjóðir heims gerðu sér að fullu grein fyrir nauðsyn þess, að þær tækju höndum saman um eflingu mannréttinda í víðtækasta skilningi þess hugtaks. Þessi viðhorf birtast í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem ísland gerðist aðili að með ályktun Alþingis 25. júní 1946, sbr. auglýsingu nr. 91, 9. desember 1946. Á grundvelli sáttmálans var mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþinginu í París 10. desember 1948. Mannréttindayfirlýsingin er ekki bindandi að þjóðarétti, en á síðari tímum hefur þeirri skoðun aukist fylgi, að í henni sé að finna skráningu á þjóðréttarvenjum. Mannréttindayfirlýsingin hefur að geyma í heldur almennum orðum yfirlit yfir þau mannréttindi, sem rétt þótti að veita sérstaka vernd. Er þar að finna ákvæði um hefðbundin pólitísk og borgaraleg réttindi, en einnig um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg mannréttindi. Fyrsti mannréttindasáttmálinn sem skuldbindandi er að þjóðarétti er Mann- réttindasáttmáli Evrópu (MSE), sem gerður var á vegum Evrópuráðsins og undirritaður af utanríkisráðherrum aðildarríkja hinn 4. nóvember 1950.: Forseti íslands undirritaði hinn 19. júní 1953 fullgildingarskjal varðandi sáttmálann. ísland hefur síðan fullgilt viðauka 1 - 8 við sáttmálann. Hinn 16. desember 1966 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Aþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (ASBS) og Alþjóða- samning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (ASEFM). I samningum þessum eru talin upp réttindi, sem verndar skulu njóta og skyldur aðila m.a. til skýrslugjafar. í ASBS eru ákvæði um stofnun mannréttindanefnd- ar sem fjallar um skýrslur og kærumál. Samkvæmt valfrjálsri bókun getur 2Sigurgeir Sigurjónsson: Mannréttindasáttmáli Evrópu og stofnanir skv. honum. 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.