Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 41
færa gerðarbók nema þeim sýnist og þeir þurfa ekki að gæta forms t. d. við vitnaleiðslur nema gerðarsamningur fyrirskipi annað. Gerðarmenn geta óskað eftir því að aðilar og vitni gefi skýrslur fyrir dóminum. Hugsanlegt er að unnt sé að krefjast þess að fá aðila- eða vitnaskýrsl- ur þrátt fyrir að aðilar lýsi sig því mótfallna,). Hafa ber í huga þegar mál er lagt í gerð að dómstig er almennt aðeins eitt og því mikilvægt að málið sé full upplýst. Ætíð verður að gæta jafnræðis að þessu leyti. Engin skylda er fyrir vitni til að mæta fyrir gerðardómi og vitni verða að sjálf- sögðu ekki látin staðfesta framburð sinn fyrir dóminum nema þeir óski þess. 10 Aðilar hafa hins vegar málsforræðið fyrir gerðardómi þ. e. að gera kröfur og leggja fram sönnunargögn. Eitt atriði hefur vakið spurningar. Er gerðardómurinn bundinn af gildandi rétti, eða getur hann tekið ákvarðanir á grundvelli þess sem honum finnst sanngjarnt og eðlilegt. í 28. gr. (1). rammalaganna segir, að gerðardómur leysi úr deilu með hliðsjón af þeim rétti sem aðilar ákveði, gerðardómi sé aðeins heimilt að fara eftir sanngirnissjónarmiðum og víkja gildandi rétti til hliðar “ex aequo et bono „eða“ as amiable compositeur” ef aðilar heimili það beinlínis. Samkvæmt norskum og sænskum kenningum ber gerðardómi að fylgja gildandi rétti. í raun er oft ekki augljós munur á sanngirnissjónarmiðum og gildandi réttarreglum. Þó má hugleiða þetta atriði út frá samningsfrelsi aðila og hafa hliðsjón af því að í gerðardómi sitja oft ólöglærðir menn. Þannig verður gerðardómur ekki nema í undantekningartilvikum ógiltur þótt niðurstaða hans sé ekki í samræmi við hefðbundna túlkun eða beitingu réttarreglna. Á þessu er tekið í 6. tl. 12. gr. gerðardómslaganna en þar segir að ógilda megi gerðardóm sem bersýnilega er reistur á ólögmætum sjónarmiðum eða fer í bága við allsherjarreglu. " 4. HLUTVERK DÓMSTÓLANNA VIÐ GERÐARMEÐFERÐ í 4. gr. gerðardómslaganna eru ákvæði sem heimila aðilum að leita til héraðsdómara um úrlausn ágreinings varðandi skipun í gerðardóm. Er hér um nýmæli að ræða sem sniðið er eftir gerðardómslögum hinna Norðurlandanna. Fyrst og fremst er átt við tilvik sem standa í vegi fyrir því að gerðardómur geti hafið störf í samræmi við gerðarsamning. Tilvikin eru þessi: v Sjá Mæland, bls. 137. 10 Skv. 103. gr. A eml. er heimilt að taka vitnaskýrslur fyrir dómi til notkunar í gerðarmáli. 11 Með hugtakinu allsherjarregla er einkum skírskotað til erlendra gerðardóma með kröfu um að beiting þeirra reglna sem hann er reistur á fari ekki í bága við grundvallarreglur íslensks réttar. 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.